[Back to the Main Page!]

forsideKonungurinn kemur

Hamfarir og slys á sjó og landi, eldsvoðar, hvirfilbylir, haglstormar, fárviðri, flóðbylgjur, jarðskjálftar, uppskerubrestur og plágur, allskyns sjúkdómar bæði í mönnum og dýrum, aukið siðleysi, kynferðismisnotkun, morð, styrjaldir og stríðsfréttir. Hvað er eiginlega að gerast?

2Tím 3:1-5 Vita skalt þú þetta, að á síðustu dögum munu koma örðugar tíðir.  Mennirnir verða sérgóðir, fégjarnir, raupsamir, hrokafullir, lastmælendur, foreldrum óhlýðnir, vanþakklátir, vanheilagir,  kærleikslausir, ósáttfúsir, rógberandi, taumlausir, grimmir, ekki elskandi það sem gott er,  sviksamir, framhleypnir, ofmetnaðarfullir, elskandi munaðarlífið meira en Guð.  Þeir hafa á sér yfirskin guðhræðslunnar, en afneita krafti hennar. Snú þér burt frá slíkum!

Það er verið að afmá landamæri ríkja.  Ríki heimsins, þ.m.t. Evrópu eru að sameinast. Bankar, fyrirtæki og verslanakeðjur eru að sameinast og mynda risafyrirtæki. Hinir ríku verða ríkari og hinir fátæku fátækari. Hinir fátæku eru gerðir að þrælum af þeim sem eru við stjórnvölin í gegnum fjölmargar og flóknar reglugerðir. Tölvutæknin hefur gert það að verkum að þjóðfélagið er orðið kaldranalegt og undir stöðugu eftirliti.
Þetta eru allt tímanna tákn. Því var spáð að þessir hlutir myndu eiga sér stað rétt fyrir endurkomu Jesú Krists, frelsara heimsins.
Hvenær kemur Kristur þá aftur og hvernig mun komu Hans háttað? Hverjir munu frelsast og hverjir munu glatast? Hvað mun framtíðin bera í skauti sér? Þessum spurningum ásamt fleirum verður svarað í þessum pistli.

jesu gjenkomstHimnaförin

Margir kenna að himnaförin verði leynileg, að fólki verði kippt upp án nokkurs fyrirvara eða aðdraganda. En hvað hefur biblían að segja um þetta efni?

Matt 24:37-42 Eins og var á dögum Nóa, svo mun verða við komu Mannssonarins.  Dagana fyrir flóðið átu menn og drukku, kvæntust og giftust allt til þess dags, er Nói gekk í örkina.  Og þeir vissu ekki, fyrr en flóðið kom og hreif þá alla burt. Eins verður við komu Mannssonarins.  Þá verða tveir á akri, annar mun tekinn, hinn eftir skilinn.  Tvær munu mala á kvörn, önnur verður tekin, hin eftir skilin.  Vakið því, þér vitið eigi, hvaða dag Drottinn yðar kemur.

Af þessu versi, þar sem Jesús talar, sjáum við að það er aðeins við endurkomu Jesú að menn munu verða „teknir“ eða eftir skildir. Það er aðeins þá, við endurkomuna, sem upprisan mun eiga sér stað. Tvö önnur vers staðfesta þetta:

Matt 24:30-31 Þá mun tákn Mannssonarins birtast á himni, og allar kynkvíslir jarðarinnar hefja kveinstafi. Og menn munu sjá Mannssoninn koma á skýjum himins með mætti og mikilli dýrð.  Hann mun senda út engla sína með hvellum lúðri, og þeir munu safna hans útvöldu úr áttunum fjórum, himinskauta milli.

1Þess 4:13-17 Ekki viljum vér, bræður, láta yður vera ókunnugt um þá, sem sofnaðir eru, til þess að þér séuð ekki hryggir eins og hinir, sem ekki hafa von.  Því að ef vér trúum því að Jesús sé dáinn og upprisinn, þá mun Guð fyrir Jesú leiða ásamt honum fram þá, sem sofnaðir eru.  Því að það segjum vér yður, og það er orð Drottins, að vér, sem verðum eftir á lífi við komu Drottins, munum alls ekki fyrri verða en hinir sofnuðu.  Því að sjálfur Drottinn mun stíga niður af himni með kalli, með höfuðengils raust og með básúnu Guðs, og þeir, sem dánir eru í trú á Krist, munu fyrst upp rísa. Síðan munum vér, sem eftir lifum, verða ásamt þeim hrifnir burt í skýjum til fundar við Drottin í loftinu. Og síðan munum vér vera með Drottni alla tíma.

Þetta vers sýnir okkur að himnaförin verður aðeins þegar Kristur kemur að sækja sína útvöldu.  Þetta vers sýnir einnig að hinir dauðu þurfa fyrst að rísa upp áður en himnaförin getur átt sér stað.  Það er aðeins þá sem hinir dánu í trú á Krist munu verða reistir upp og ásamt hinum lifandi trúuðu verða hrifnir upp til himna.  Sú kenning að fólk verði skyndilega hrifið til himna fyrir endurkomu Jesú  á sér engan biblíulegan grundvöll. 

Margir trúa því í dag að Jesús muni koma til jarðarinnar til að setjast á veldisstól Davíðs í Jerúsalem.  Þá muni Gyðingar verða sérstakir talsmenn Guðs og boða fagnaðarerindið hinum glötuðu (eftir skildu) í 1000 ár. Þessi kenning á sér enga biblíulega stoð. En hún er heillandi.  Jesús segir að Hans ríki sé ekki af þessum heimi ( Jóh. 18.36).  Og það sem meira er, við höfum lesið að við endurkomu Jesú muni öll mál hafa verið útkljáð.  Þá mun það þegar ákveðið hverjir frelsast og hverjir glatast. Það mun ekki koma neinn annar náðartími.  Það er núna sem við verðum að taka við gjöf hjálpræðisins, eða neita henni.  Þegar Jesús kemur aftur verður of seint að skipta um skoðun. 
Versin sem við lásum í 1. Þess.4.13-17, segja okkur líka að Kristur muni ekki snerta jörðina.  Þar segir að hinir frelsuðu muni verða hrifnir upp til fundar við Drottinn í loftinu, og muni ásamt englum Guðs fylgja Honum til himna.  

himmelHimnaförin

Enginn ætti að efast um að hinir frelsuðu fari til himna. Í Opinberunarbókinni 4. kafla er okkur sagt að   hásæti Guðs og Krists sé á himnum.  Aðeins lengra lesum við að hinir frelsuðu standa fyrir framan hásætið - á himnum (Opb.7.9).  Og enn lengra lesum við:

Opb 15:1-2 Og ég sá annað tákn á himni, mikið og undursamlegt: Sjö engla, sem höfðu sjö síðustu plágurnar, því að með þeim fullnaðist reiði Guðs. Og ég leit sem glerhaf eldi blandið, og ég sá þá, sem unnið höfðu sigur á dýrinu og líkneski þess og á tölu nafns þess, standa við glerhafið og halda á hörpum Guðs.

Rétt fyrir himnaför sína sagði Jesús lærissveinum sínum:

Jóh 14:3  Í húsi föður míns eru margar vistarverur. Væri ekki svo, hefði ég þá sagt yður, að ég færi burt að búa yður stað?  Þegar ég er farinn burt og hef búið yður stað, kem ég aftur og tek yður til mín, svo að þér séuð einnig þar sem ég er.

Í kveðjuræðu sinni til lærrissveinanna sagði Hann einnig:

Post 1:8-11  En þér munuð öðlast kraft, er heilagur andi kemur yfir yður, og þér munuð verða vottar mínir í Jerúsalem og allri Júdeu, í Samaríu og allt til endimarka jarðarinnar.  Þegar hann hafði þetta mælt, varð hann upp numinn að þeim ásjáandi, og ský huldi hann sjónum þeirra.  Er þeir störðu til himins á eftir honum, þegar hann hvarf, þá stóðu hjá þeim allt í einu tveir menn í hvítum klæðum  og sögðu: Galíleumenn, hví standið þér og horfið til himins? Þessi Jesús, sem varð upp numinn frá yður til himins, mun koma á sama hátt og þér sáuð hann fara til himins.

Þessi vers sýna okkur ljóslega að hinir heilögu verða hrifnir upp til himna.  Himnaríki er það föðurland sem hinir heilögu hafa beðið eftir.  Páll postuli staðfestir þetta er hann segir um trúarhetjurnar:

Heb 11:13-16   Allir þessir menn dóu í trú, án þess að hafa öðlast fyrirheitin. Þeir sáu þau álengdar og fögnuðu þeim og játuðu, að þeir væru gestir og útlendingar á jörðinni.  Þeir, sem slíkt mæla, sýna með því, að þeir eru að leita eigin ættjarðar.  Hefðu þeir nú átt við ættjörðina, sem þeir fóru frá, þá hefðu þeir haft tíma til að snúa þangað aftur.  En nú þráðu þeir betri ættjörð, það er að segja himneska. Þess vegna blygðast Guð sín ekki fyrir þá, að kallast Guð þeirra, því að borg bjó hann þeim.

Þrengingartíminn á undan endurkomunni

Biblían segir okkur að rétt fyrir endurkomuna muni allir verða reyndir: Hvort þeir tilbiðja Guð sem Skapara eða tilbiðja dýrið og fá á sig merki dýrsins(Opb.14.6-12).  Sumir hafa nefnt að þrengingartíminn sem mun verða vegna merkis dýrsins, muni koma eftir himnaförina.  En biblían segir að hinir heilögu, sem verða komnir til himna, munu þá þegar hafa barist gegn líkneski dýrsins og merki dýrsins.  Postulinn Jóhannes lýsir þessu svo:

Opb 15:2  Og ég leit sem glerhaf eldi blandið, og ég sá þá, sem unnið höfðu sigur á dýrinu og líkneski þess og á tölu nafns þess, standa við glerhafið og halda á hörpum Guðs.

Fimm köflum síðar ritar Jóhannes:

Opb 20:4  Og ég sá hásæti og menn settust í þau og dómsvald var þeim fengið, og ég sá sálir þeirra, sem hálshöggnir höfðu verið sakir vitnisburðar Jesú og sakir orðs Guðs. Það voru þeir hinir sömu sem höfðu ekki tilbeðið dýrið né líkneski þess og ekki fengið merki á enni sér og hönd. Og þeir lifnuðu og ríktu með Kristi um þúsund ár.

Hinir heilögu höfðu, fyrir kraft Lambsins/Krists, öðlast sigur yfir dýrinu, líkneski dýrsins og merki þess. Því munu þeir sem eftir verða á lífi við komu Drottins hafa gengið í gegnum þessar þrengingar, áður en Kristur kemur.  Ritningin segir okkur að bæði ríkir pg fátækir, frjálsir og fangnir muni þurfa að taka afstöðu varðandi merki dýrsins (Opb.13.15-18).  Gaumgæfið þetta nánar í pistlinum: Tilbiðjið Guð sem Skapara (Worshipping God as Creator).  Það er núna sem við þurfum að ákveða að fylgja Kristi.  Þá mun Hann veita okkur alla þá hjálp sem við þurfum til að standast á þeim tímum sem framundan eru.  Hann mun gefa okkur hugrekki og kraft til að hlýða Guði og Hans boðorðum í stað þess að tilbiðja dýrið. 

Falskristur

En aftur að endurkomu Jesú.  Sumir segja að hún verði leynileg.  Að Hann muni birtast einum hér og öðrum þar.  En Jesús varar okkur við þessháttar blekkingum.  Hann vissi að slíkir falspostular myndu birtast, og sagði því:

Matt 24:23-27  Ef einhver segir þá við yður: Hér er Kristur eða þar, þá trúið því ekki.  Því að fram munu koma falskristar og falsspámenn, og þeir munu gjöra stór tákn og undur til að leiða afvega jafnvel hina útvöldu, ef orðið gæti.  Sjá, ég hef sagt yður það fyrir.  Ef þeir segja við yður: Sjá, hann er í óbyggðum, þá farið ekki þangað. Ef þeir segja: Sjá, hann er í leynum, þá trúið því ekki.  Eins og elding sem leiftrar frá austri til vesturs, svo mun verða koma Mannssonarins. 

Við skulum ekki falla fyrir þeirri blekkingu að Kristur sé nú þegar  kominn  því versin sýna okkur að Hann mun ekki snerta jörðina.  Einnig að Hann muni koma í skýjum himins við hinn síðasta lúður.  Endurkoman mun verða eins skýr og elding sem leiftrar frá austri til vesturs.  Ritningin lýsir því á þennan hátt:

Opb 1:7  Sjá, hann kemur í skýjunum og hvert auga mun sjá hann, jafnvel þeir, sem stungu hann.  Skýrara verður það ekki, allir munu sjá Hann er Hann kemur.  Við lásum einnig að hinir heilögu verða hrifnir upp til himna til að hitta Drottinn í loftinu.  Þeir munu ekki hitta Hann á jörðinni heldur í loftinu.

sommerfuglUmbreytingin

Hvað mun gerast fyrir hina heilögu við endurkomuna ?  Biblían segir okkur að þeir muni breytast.  Ritað er:

1Kor 15:51-54 Sjá, ég segi yður leyndardóm: Vér munum ekki allir sofna, en allir munum vér umbreytast  í einni svipan, á einu augabragði, við hinn síðasta lúður. Því lúðurinn mun gjalla og þá munu hinir dauðu upp rísa óforgengilegir, og vér munum umbreytast.  Þetta forgengilega á að íklæðast óforgengileikanum og þetta dauðlega að íklæðast ódauðleikanum.  En þegar hið forgengilega íklæðist óforgengileikanum og hið dauðlega ódauðleikanum, þá mun rætast orð það, sem ritað er: Dauðinn er uppsvelgdur í sigur. 

Páll lýsir þessari breytingu með þessum orðum:

Fil 3:20-21 En föðurland vort er á himni og frá himni væntum vér frelsarans, Drottins Jesú Krists.  Hann mun breyta veikum og forgengilegum líkama vorum og gjöra hann líkan dýrðarlíkama sínum. Því hann hefur kraftinn til að leggja allt undir sig.

Ritningin tjáir okkur að maðurinn ( Adam og Eva) hafi verið skapaður í Guðs mynd.  Hann gat notið samvistar við Guð.  Þau höfðu þá dýrðarlíkama, sem gerði þeim kleyft að vera í návist Guðs.  En þegar þau átu hinn forboðna ávöxt og syndguðu misstu þau dýrðarljóma sinn (1.Mós. 3.6-9).  Þau gátu ekki lengur séð Guð og lifað.  Líkamir þeirra urðu spilltir og dauðlegir.  Við höfum öll þessháttar líkama. 

En Guð vill reisa manninn til sinnar upprunalegu dýrðar  þar sem hann mun geta litið Guð án þess að deyja.  Þetta mun gerast þegar Guð kemur að sækja sitt fólk.

Hinir dauðu í gröfunum

Við lásum einnig að hið dauðlega á að íklæðast ódauðleikanum. Guð einn er ódauðlegur.  Biblían orðar það svo:

1.Tím 6:16  Hann einn (Guð) hefur ódauðleika.

Þegar maðurinn deyr hættir hann að vera til. Ritað er:

Préd 9:5-6,10  Því að þeir sem lifa, vita að þeir eiga að deyja, en hinir dauðu vita ekki neitt og hljóta engin laun framar, því að minning þeirra gleymist.  Bæði elska þeirra og hatur og öfund, það er fyrir löngu farið, og þeir eiga aldrei framar hlutdeild í neinu því, sem við ber undir sólinni. 10 Allt, sem hönd þín megnar að gjöra með kröftum þínum, gjör þú það, því að í dánarheimum, þangað sem þú fer, er hvorki starfsemi né hyggindi né þekking né viska.

Þegar maðurinn því deyr þá hefur hann engar hugsanir né nokkurn vott af tilveru.  Hann er líflaus sem steinn.  Hann liggur í jörðu og verður að mold.  Það verður því kraftaverk þegar Jesús reisir menn upp frá dauðum, suma til eilífs lífs, aðra til eilífrar glötunar (1.Mós.3.19;  Jóh.5.29). 

Þegar Lasarus vinur Jesú hafði verið í gröfinni í 4 daga kallaði Jesú dauða hans svefn.  Svo sagði Hann að Lasarus væri dáinn (Jóh.11.1-44).  Þ.a.l eru hinirlátnu í gröfum sínum – sofandi.  Þeir sem dóu í trú á Krist munu verða reistir upp við komu Jesú.  En hinir óguðlegu verða reistir upp eftir 1000 árin  (við munum líta á það síðar). 

Alveg eins og Jesús reisti Lasarus úr sinni gröf verða hinir trúu reistir upp úr gröfum sínum á upprisumorgninum.  Lasarus fékk dauðlegan líkama er hann var reistur upp en hinir trúuðu munu fá ódauðlegan líkama við endurkomuna.  Við vonum og trúum að Lasarus verði meðal þeirra. 

oppstandelsenEngin upprisa án upprisu Jesú

Jesús var frumgróði þeirra sem verða reistir upp, þar sem Hann var reistur upp á fyrsta degi vikunnar (Lúk.24.1-6).  Páll lýsir því svo

1Kor 15:20-23  En nú er Kristur upprisinn frá dauðum sem frumgróði þeirra, sem sofnaðir eru.  Því að þar eð dauðinn kom fyrir mann, kemur og upprisa dauðra fyrir mann.  Því að eins og allir deyja fyrir samband sitt við Adam, svo munu allir lífgaðir verða fyrir samfélag sitt við Krist.  En sérhver í sinni röð: Kristur sem frumgróðinn, því næst, við komu hans, þeir sem honum tilheyra.

Þú átt tilkall til lífstrésins

Ímyndið ykkur hina frelsuðu fá ódauðlega líkama.  Enginn getur séð Guð núna og lifað en þá munum við sjá Hann augliti til auglitis (Opb. 22.4).  Vilt þú upplifa þessa breytingu ?  Ég held þú viljir það. Ef svo er þá skaltu minnast loforða Guðs.  Guð er að starfa í þér og vill leiða þig til að taka rétta ákvörðun.  Það er núna sem við verðum að breyta hugsunarhætti okkar og afstöðu gagnvart Guði ef við ætlum að öðlast ódauðleika við endurkomuna.  En Guð þvingar engan.  Það verðum við sjálf sem að lokum munum ákveða örlög okkar.  Sú staðreynd sýnir okkur einnig hve Guð er kærleiksríkur. 

Þegar þú hefur tekið þessa ákvörðun þá muntu verða að biðja um hjálp til að fylgja Honum. Með Hans hjálp munum við yfirvinna hverja þraut.  Loforðin um sigur eru mörg.  Hér eru nokkur: vertu trúr allt til dauða og ég mun gefa þér kórónu lífsins (Opb.2.10),

Opb 3:21 Þann er sigrar mun ég láta sitja hjá mér í hásæti mínu, eins og ég sjálfur sigraði og settist hjá föður mínum í hásæti hans. 

Opb 22:14 Sælir eru þeir, sem halda boðorð Hans ( ísl. Þvo skikkjur sínar). Þeir fá aðgang að lífsins tré og mega ganga um hliðin inn í borgina.

Endurnýjung hugarfarsins

Hinir heilögu munu með hjálp Heilags Anda standast hverja árás djöfulsins.  Og það sem meira er þeir munu upplifa þá líkamlegu breytingu sem þarf að eiga sér stað til að þeir geti farið með hinum himneska herskara til himna.  En hvað með umbreytingu hugarfarsins. Mun sú breyting aðeins verða við komu Jesú eða þarf hún að gerast fyrir þann tíma.  Sjáum hvað ritningin segir. 

Post 3:19-20 Gjörið því iðrun og snúið yður, að syndir yðar verði afmáðar.  Þá munu koma endurlífgunartímar frá augliti Drottins, og hann mun senda Krist, sem yður er fyrirhugaður, sem er Jesús. 

Post 2:38  Pétur sagði við þá: Gjörið iðrun og látið skírast hver og einn í nafni Jesú Krists til fyrirgefningar synda yðar; þá munuð þér öðlast að gjöf heilagan anda

Róm 12:1-2  Því brýni ég yður, bræður, að þér, vegna miskunnar Guðs, bjóðið fram sjálfa yður að lifandi, heilagri, Guði þóknanlegri fórn. Það er sönn og rétt guðsdýrkun af yðar hendi. Hegðið yður eigi eftir öld þessari, heldur takið háttaskipti með endurnýjung hugarfarsins, svo að þér fáið að reyna, hver sé vilji Guðs, hið góða, fagra og fullkomna.

Fil 2:5 Verið með sama hugarfari sem Jesús Kristur var.  

Matt 5:8  Sælir eru hjartahreinir, því að þeir munu Guð sjá. 

Sálm 24:3-4  Hver fær að stíga upp á fjall Drottins, hver fær að dveljast á hans helga stað?  Sá er hefir óflekkaðar hendur og hreint hjarta, eigi sækist eftir hégóma og eigi vinnur rangan eið.

Opb 21:27  Og alls ekkert óhreint skal inn í hana ganga né sá sem fremur viðurstyggð eða iðkar lygi, engir nema þeir einir, sem ritaðir eru í lífsins bók lambsins. 

Við endurkomu Jesú Krists munu aðeins „leifar“ einar verða eftir af Guðs fólki (Sef. 3.12-13;  Opb.12.17).  Þeir munu hafa neitað að taka við merki dýrsins en fengið innsigli lifandi Guðs á enni sín.  Guð mun taka við þeim sem eign sinni að eilífu.  Biblian lýsir því svo: 

Esk 9:4  Og Drottinn sagði við hann: Gakk þú mitt í gegnum borgina, mitt í gegnum Jerúsalem, og set merki á enni þeirra manna, sem andvarpa og kveina yfir öllum þeim svívirðingum, sem framdar eru inni í henni. 

Með kærleika Guðs, munu þeir aðvara meðbræður sína  vegna þeirra svívirðinga sem þeir fremja.  Aðeins leifar munu iðrast og fylgja Lambinu hvert sem það fer.  Guð mun taka við þeim og setja tákn sitt á enni þeirra.  Fyrir trú munu þeir meðtaka fyrirgefningu og réttlæti Krists og þeir munu fá kraft frá Heilögum Anda til að ástunda réttlæti (1.Jóh.1.9; 2.29).  Jóhannes sá í sýn hina heilögu standa á Síonfjalli. Því næst lýsir hann persónueinkennum þeirra: 

Opb 14:1-5  ..... Þetta eru þeir, sem ekki hafa saurgast með konum,(kirkjum með falskar kenningar 1.Kor 11.2) því að þeir eru sem meyjar. Þeir fylgja lambinu (Kristi, Jóh. 1.29) hvert sem það fer. Þeir voru leystir út úr hóp mannanna, frumgróði handa Guði og handa lambinu.  Og í munni þeirra var enga lygi að finna, þeir eru lýtalausir. 

Öll framangreind vers sýna okkur að þessi umbreyting hugans þarf að eiga sér stað núna.  Ef þessi umbreyting hefur ekki átt sér stað í lífi okkar áður en við deyjum eða fyrir endurkomu Krists, þá munum við ekki frelsast, og ekki geta fylgt Kristi til himna.  Aðeins hinir hjartahreinu munu verða „teknir upp“ við komu Hans.  Þeir eru frumgróðinn

Uppskeran

Biblían sýnir ljóslega að þegar aðvörunarboðskapurinn hefur hljómað með hárri röddu um allan heim – ásamt náðar og frelsunaráforminu – þá mun Kristur, frelsari heimsins, birtast í skýjum himinsins (Matt.24.14;  Opb.14.6-12).  Þá mun uppskeran hefjast.  Jóhannes lýsir henni svo: 

Opb 14:14-16 Og ég sá, og sjá: Hvítt ský, og einhvern sá ég sitja á skýinu, líkan mannssyni. Hann hafði gullkórónu á höfðinu og í hendi sér bitra sigð.  Og annar engill kom út úr musterinu. Hann kallaði hárri röddu til þess sem á skýinu sat: Ber þú út sigð þína og sker upp, því að komin er stundin til að uppskera, sáðland jarðarinnar er fullþroskað.  Og sá, sem á skýinu sat, brá sigð sinni á jörðina og upp var skorið á jörðinni.

Þessi vers eru einnig staðfesting á því að þegar Kristur kemur til að safna saman sínum útvöldu, þá mun Hann á táknrænan hátt skera upp hina  fullþroskuðu uppskeru. Hann munu uppskera þá sem fyrir náð Guðs hafa náð að endurspegla lyndiseinkunn (persónueinkenni) Krists.  Þeir munu hafa umbreyst og endurspegla kærleika, hreinleika og trúmennsku Krists. Fyrir náð Guðs og kraft Heilags Anda munu þeir af fúsleik halda boðorð Guðs og hafa trú Jesú (Opb.14.12; 1.Jóh.5.2-3).

kong jesusPáll talar um þessa breytingu sem á að verða í lífi okkar á meðan náðartíminn varir. 

2Kor 3:18  En allir vér, sem með óhjúpuðu andliti endurspeglum dýrð Drottins, ummyndumst til hinnar sömu myndar, frá dýrð til dýrðar. Þetta gjörir andi Drottins.  

Gal 2:20  Ég er krossfestur með Kristi. Sjálfur lifi ég ekki framar, heldur lifir Kristur í mér. Lífinu, sem ég lifi nú hér á jörð, lifi ég í trúnni á Guðs son, sem elskaði mig og lagði sjálfan sig í sölurnar fyrir mig. 

Gal 5:22-25 En ávöxtur andans er: Kærleiki, gleði, friður, langlyndi, gæska, góðvild, trúmennska,  hógværð og bindindi. Gegn slíku er lögmálið ekki.  En þeir, sem tilheyra Kristi Jesú, hafa krossfest holdið með ástríðum þess og girndum.  Fyrst andinn er líf vort skulum vér lifa í andanum!  Jóhannes orðar það á þennan hátt: 

1Jóh 2:29  Þér vitið, að hann er réttlátur. Þá skiljið þér einnig, að hver sem iðkar réttlætið, er fæddur af honum.  Og það sem meira er.

Opb 22:14  Sælir eru þeir, sem halda Hans boðorð ( ísl. Þýð. þvo skikkjur sínar). Þeir fá aðgang að lífsins tré og mega ganga um hliðin inn í borgina.  Það er hin þroskaða uppkera – þeir sem hafa krossfest sjálfið og fyrir náð Guðs hafa endurspeglað lyndiseinkunn Krists – sem Hann er kominn til að sækja. 

Konungur konunga og Drottinn drottna

Biblían segir okkur að á síðustu tímum muni öll eyðingaröfl heimsins heyja stríð gegn Kristi og Hans fólki.  Ritað er:

Opb 17:14  Þessir munu heyja stríð við lambið. Og lambið og þeir, sem með því eru, hinir kölluðu og útvöldu og trúu, munu sigra þá, því að lambið er Drottinn drottna og konungur konunga.  

Í endurkomunni mun Jesús, konungur konunga og Drottinn drottna, birtast í allri sinni dýrð. 

Matt 24:30-31  Þá mun tákn Mannssonarins birtast á himni, og allar kynkvíslir jarðarinnar hefja kveinstafi. Og menn munu sjá Mannssoninn koma á skýjum himins með mætti og mikilli dýrð. Hann mun senda út engla sína með hvellum lúðri, og þeir munu safna hans útvöldu úr áttunum fjórum, himinskauta milli.

Hér lesum við að Kristur muni koma með mætti og mikilli dýrð.  Hinir heilögu munu líta dýrð Hans og lifa því þeir hafa sjálfir fengið dýrðarlíkama.  Þeir munu með fögnuði hrópa: 

Jes 25:9  Sjá, þessi er vor Guð, vér vonuðum á hann, að hann mundi frelsa oss. Þessi er Drottinn, vér vonuðum á hann. Fögnum og gleðjumst yfir hjálpræði hans! 

Ímyndið ykkur þennan undursamlega dag!  Dag frelsunar!  Dag lausnar!

orionÍmyndið ykkur fögnuð þeirra sem verða reistir úr gröfum sínum og hinna lifandi frelsuðu er þeir sjá frelsara sinn koma í skýjunum.  Þetta er það sem þeir hafa boðað heiminum.  Þeir hafa þolað mótlæti, ofsóknir og dauða, en hvað er það í samanburði við þá dýrð sem þeir nú upplifa!

Nú sjá þeir Konung konunganna og Drottinn drottnanna koma til að sækja sína. Fögnuður þeirra er ólýsanlegur og  andlit þeirra geisla af hamingju.  Enginn getur lýst þeirri gleði sem mun fylla hjörtu hinna heilögu er þeir sjá frelsara sinn, upprisna ástvini sína ásamt óteljandi englaskara.

Allra augu munu vera á Frelsaranum og eins og við höfum séð í orði Guðs munu hinir heilögu verða hrifnir upp til móts við Dottinn í loftinu.  Þvílíkt undur, að verða hrifinn til himna, frjáls og með dýrðarlíkama.  Nú eru þeir óhultir hjá Guði.  Óvinir þeirra geta ekki lengur angrað þá.  Þeir eru í öruggum höndum.

Er þeir svífa til himna í gegnum stjörnumerkin, yfirgefa Vetrarbrautina, fara framhjá stjörnuþokum og plánetum, til hinnar himnesku borgar þá geta þeir í fögnuði sagt:  Loksins frjáls fyrir blóð Lambsins. Nú geta þeir hvílst.  Það er enginn djöfull, engir ofsækjendur, engar mannlegar lagasetningar á himnum.  Friður, kærleiki, gleði og vinskapur ríkir hér...  ávöxtur Andans sést hvarvetna.

Þúsund árin -  dómurinn heldur áfram á himnum

Ritningin segir að hinir heilögu muni vera 1000 ár á himnum.  Ritað er:

Opb 20:4 Og ég sá hásæti og menn settust í þau og dómsvald var þeim fengið, og ég sá sálir þeirra, sem hálshöggnir höfðu verið sakir vitnisburðar Jesú og sakir orðs Guðs. Það voru þeir hinir sömu sem höfðu ekki tilbeðið dýrið né líkneski þess og ekki fengið merki á enni sér og hönd. Og þeir lifnuðu og ríktu með Kristi um þúsund ár.  Þetta vers er í samræmi við

dom1.Kor 6:2  Eða vitið þér ekki, að hinir heilögu eiga að dæma heiminn? Og ef þér eigið að dæma heiminn, eruð þér þá óverðugir að dæma í hinum minnstu málum

Hinir heilögu munu því dæma á himnum.  Hverja eru þeir að dæma ?  Mál hinna heilögu hafa þegar verið útkljáð.  Jesús hefur grandskoðað líf þeirra.  Ritningin lýsir dómsferlinu á þennan hátt:

Dan 7:9-10   Ég horfði og horfði, þar til er stólar voru settir fram og hinn aldraði settist niður. Klæði hans voru hvít sem snjór og höfuðhár hans sem hrein ull. Hásæti hans var eldslogar og hjólin undir því eldur brennandi.  Eldstraumur gekk út frá honum, þúsundir þúsunda þjónuðu honum og tíþúsundir tíþúsunda stóðu frammi fyrir honum. Dómendurnir settust niður og bókunum var flett upp. 

Páll ritar að hver og einn þurfi að gjöra reikningsskil: 

Róm 14:12-13  Því skal þá sérhver af oss lúka Guði reikning fyrir sjálfan sig.  

Við frelsumst ekki – eða glötumst í hópum heldur sem einstaklingar. 

Flestir þeirra sem verða á þessari jörð við endurkomuna munu ekki fara til himna.  Áþeirri stundu,við endurkomuna, munu örlög þeirra (glötun) þegar hafa verið ráðin.  Samt sem áður munu þeir ekki strax þola sinn endanlega dóm.  Nú munu hinir heilögu fara yfir mál hvers manns og sjá að hver og einn hefur fengið réttláta málsmeðferð.  Eiginmaður mun hugsanlega sakna eiginkonu sinnar (eða öfugt) og velta fyrir sér af hverju hún komst ekki til himna.  Í dómsbókunum er allt ritað og hinir heilögu eiga að dæma heiminn.  Þeir verða að fá fullvissu fyrir því að allir hafi fengið réttlátan dóm.  Við getum aðeins dæmt fólk eftir gjörðum þeirra og orðum en Guð dæmir hjartað.  Hann þekkir hverja ójátaða synd.  Öll afbrot hafa verið nákvæmlega skráð í lífsins bók, og hinir heilögu munu hafa aðgang að þeim.  Þeir sem glatast verða dæmdir eftir verkum sínum.  Þá getur maður spurt sjálfan sig; vill maður að hver sem er geti séð lífsferil manns ? Að syndir okkar verði opinberaðar. Syndir sem enginn annar vissi af.  Ef þú villt komast hjá því að hinir heilögu geti séð allar misgjörðir þínar þá skaltu leggja allar syndir þínar á Jesús svo Hann geti friðþægt fyrir þær.  Frelsunaráformið er skilyrðum háð.  Kristur hefur gert allt sem í Hans valdi stendur til að frelsa okkur, en það er okkar að taka við þeirri gjöf.  Boð Frelsarans er einfallt. 

1.Jóh. 1:9  Ef vér játum syndir vorar, þá er hann trúr og réttlátur, svo að hann fyrirgefur oss syndirnar og hreinsar oss af öllu ranglæti.  

Kæri vinur, láttu ekki syndina ríkja í lífi þínu. Leggðu hana við fætur Jesú.  Síðan skaltu biðja um náð og styrk til að ná sáttum við þá sem þú hefur brotið gegn og þá munt þú öðlast fyrirgefningu Krists.  Þá ertu réttlátur frammi fyrir Guði og er þú lifir í Kristi muntu verða í þeim hópi sem dæmir heiminn en ekki meðal þeirra sem verða dæmdir.  Megi Guð forða því að hjörtu okkar forherðist svo við verðum of stollt til að lægja okkur frammi fyrir Guði. Í kjölfar auðmýktar kemur virðing.  Það er núna, meðan náðartíminn varir, sem við eigum að auðmýkja okkur fyrir Drottni og hreinsast í blóði Hans svo við getum staðist við komu Hans.

satanSatan bundinn í 1000 ár

Við höfum séð að hinir heilögu munu ríkja sem dómarar á himnum í 1000 ár.  En hvað með hina óguðlegu ?  Munu þeir verða eftir á jörðinni ? 
Við lesum að í endurkomunni mun Jesús birtast í mætti og dýrð.  Samkvæmt ritningunni munu aðeins hinir hjartahreinu geta staðist þá dýrð.  Þeir sem ekki hafa hrein hjörtu munu ekki geta staðist (lifað).  Þess vegna munu hinir óguðlegu deyja við endurkomu Krists.  Ritað er: 

Opb 6:14-17 Og himinninn sviptist burt eins og þegar bókfell vefst saman, og hvert fjall og ey færðist úr stað sínum.  Og konungar jarðarinnar og höfðingjarnir og herforingjarnir og auðmennirnir, mektarmennirnir og hver þræll og þegn fólu sig í hellum og í hömrum fjalla.  Og þeir segja við fjöllin og hamrana: Hrynjið yfir oss og felið oss fyrir ásjónu hans, sem í hásætinu situr, og fyrir reiði lambsins;  því að kominn er dagurinn, hinn mikli dagur reiði þeirra, og hver mun geta staðist?

Aðeins hinir heilögu munu geta litið dýrð Guðs og staðist því þeir hafa hrein hjörtu og hafa fengið dýrðarlíkama.  Aðrir munu hafa óhreina, dauðlega líkama því hjörtu þeirra eru full af synd.  Þeir munu ekki geta staðist dýrð Guðs.  Þess vegna munu þeir deyja.  Þeir kalla á fjöllin og hamrana: Hrynjið yfir oss og felið oss fyrir ásjónu Hans. 

Þar af leiðandi munu hinir óguðlegu deyja við endurkomu Jesú.  Satan mun þess vegna ráfa um jörðina, hafandi engan til að freista.  Biblían lýsir því svo: 

Opb 20:1-3  Nú sá ég engil stíga niður af himni. Hann hélt á lykli undirdjúpsins og stórum fjötri í hendi sér. Og hann tók drekann, þann gamla höggorm, sem er djöfull og Satan, og batt hann um þúsund ár. Hann kastaði honum í undirdjúpið og læsti og setti innsigli yfir, svo að hann leiddi ekki framar þjóðirnar afvega, allt til þess er fullnuðust þúsund árin. Eftir það á hann að vera leystur um stuttan tíma. 

Satan verður því budinnaf kringumstæðum.  Hann hefur ekki lengur neinn til að blekkja.  Hinir heilögu eru á himnum og hinir óguðlegu dánir. Ritningin segir: 

Jes 13:9   Sjá, dagur Drottins kemur, grimmilegur, með heift og brennandi reiði, til að gjöra jörðina að auðn og afmá syndarana af henni. 

Sefanía lýsir því svo:

Sef 1:14-18 Hinn mikli dagur Drottins er nálægur, hann er nálægur og hraðar sér mjög. Heyr! Dagur Drottins! Beisklega kveinar þá kappinn.  Sá dagur er dagur reiði, dagur neyðar og þrengingar, dagur eyðingar og umturnunar, dagur myrkurs og niðdimmu, dagur skýþykknis og skýsorta,  dagur lúðra og herblásturs gegn víggirtu borgunum og háu múrtindunum.  Þá mun ég hræða mennina, svo að þeir ráfi eins og blindir menn, af því að þeir hafa syndgað gegn Drottni, og blóði þeirra skal úthellt verða sem dufti og innyflum þeirra sem saur.  Hvorki silfur þeirra né gull fær frelsað þá á reiðidegi Drottins, heldur skal allt landið eyðast fyrir eldi vandlætingar hans. Því að tortíming, já bráða eyðing býr hann öllum þeim, sem á jörðunni búa. 

Við skulum einnig líta á hvað Spámaðurinn Jeremía segir um sama atburð :

Jer 4:23-26  Ég leit jörðina, og sjá, hún var auð og tóm; ég horfði til himins, og ljós hans var slokknað.  Ég leit á fjöllin, og sjá, þau nötruðu, og allar hæðirnar, þær bifuðust.  Ég litaðist um, og sjá, þar var enginn maður, og allir fuglar himinsins voru flúnir.  Ég litaðist um, og sjá, aldingarðurinn var orðinn að eyðimörk og allar borgir hans gjöreyddar af völdum Drottins, af völdum hans brennandi reiði.

angrepLok 1000 áranna

Hvað mun gerast við lok 1000 áranna ?  Hinir óguðlegu verða reistir upp úr gröfum sínum.  Það er síðari upprisan.  Ritað er: 

Opb 20:5  En aðrir dauðir lifnuðu ekki fyrr en þúsund árin voru liðin

Eftir 1000 árin mun jörðin aftur fyllast af fólki.  Hún verður full af dæmdu ( glötuðu) fólki sem neitaði að fylgja í fótspor frelsarans  (1. Pét. 2.21-24).  Þeir munu rísa upp nákvæmlega í því ástandi sem þeir voru í er þeir dóu, með dauðlegan líkama, sömu hugsanir og þrár og sama uppreisnaranda. 

En hinir óguðlegu  munu ekki einungis birtast á ný.  Satan er sleppt úr „fangelsi” sínu.  Nú getur hann haldið blekkingarstarfi sínu áfram.  Ritað er: 

Opb 20:7  Þegar þúsund árin eru liðin, mun Satan verða leystur úr fangelsi sínu.

Og áfram lesum við:

Opb 20:8-9  Og hann mun út ganga til að leiða þjóðirnar afvega, þær sem eru á fjórum skautum jarðarinnar, Góg og Magóg, og safna þeim saman til stríðs, og tala þeirra er sem sandur sjávarins.  Og þeir stigu upp á víðan völl jarðar og umkringdu herbúðir heilagra og borgina elskuðu. En eldur féll af himni ofan og eyddi þeim. 

Þetta er Góg og Magóg stríðið.  Sumir kenna að þetta stríð verði háð fyrir 1000 árin en við lásum að það mun gerast eftir 1000 árin.  Þá mun Satan safna saman hinum óguðlegu til stríðs gegn borginni helgu, Nýju Jerúsalem, sem mun stíga niður af himni eins og brúður er skartar fyrir manni sínum (Opb. 21.2). 

jerusalemNýja Jerúsalem stígur niður á Olíufjallið

Spámaðurinn Sakaría lýsir þessum atburði svo: 

Sak 14:4-5  Fætur hans munu á þeim degi standa á Olíufjallinu, sem er austanvert við Jerúsalem, og Olíufjallið mun klofna um þvert frá austri til vesturs, og þar mun verða geysivíður dalur, því að annar hluti fjallsins mun undan síga til norðurs, en hinn til suðurs.  En þér munuð flýja í fjalldal minn, því að fjalldalurinn nær til Asal. Og þér munuð flýja, eins og þér flýðuð undan landskjálftanum á dögum Ússía Júdakonungs. En Drottinn, Guð minn, mun koma og allir heilagir með honum. 

Hér sjáum við að hinir heilögu sem hafa verið 1000 ár á himnum munu vera með í för þegar Nýja Jerúsalem stígur niður af himni.  Er ekki ritað: En Drottinn, Guð minn, mun koma og allir heilagir með honum.  Hinir heilögu munu því aftur ganga um þessa jörð.  En fyrst mun Guð skapa nýja jörð og nýjan himinn þar sem réttlæti mun ríkja. Við lásum að Satan og hans lið muni umkringja borgina helgu til að heyja stríð við Guð og Hans fólk og engla Guðs.  En þá mun dálítið óvænt gersast.  Eldur kemur af himni og eyðir þeim.  Satan og englar hans, dýrið, falsspámaðurinn ásamt öllum hinu óguðlegu verður eytt.  Hið illa verður afmáð (Opb.20.7-10).  Þá munu þeir taka afleiðingum gjörða sinna. Þeir fóru hina breiðu götu til glötunar en ekki hinn mjóa stíg til til himna.  Þeir munu spyrja leiðtoga sína:  Því leidduð þið okkur í villu ?  Af hverju tölduð þið okkur trú um að að við gætum lifað lífinu áfram eins og áður, lifað í synd, en samt komist til himna ?  Af hverju sögðuð þið ; Friður, friður.
En það mun verða of seint.  Menn munu þá standa frammi fyrir endanlegri eyðingu.

Í öðru Pétursbréfi segir: 

2Pét 3:10   En dagur Drottins mun koma sem þjófur, og þá munu himnarnir með miklum gný líða undir lok, frumefnin sundurleysast í brennandi hita og jörðin og þau verk, sem á henni eru, upp brenna.   

Jóhannes segir:

Opb 21:8  En fyrir hugdeiga og vantrúaða og viðurstyggilega og manndrápara og frillulífismenn og töframenn, skurðgoðadýrkendur og alla lygara er staður búinn í díkinu, sem logar af eldi og brennisteini. Það er hinn annar dauði.

Við sjáum í Opb.20.14. að eldsdíkið er kallað hinn annar dauði.  Þetta er hið raunverulega helvíti. Samkvæmt ritningunni verður hver maður dæmdur eftir verkum sínum (Opb.20.12-13).

Opb 20:15 Og ef einhver fannst ekki skráður í lífsins bók, var honum kastað í eldsdíkið. 

Spámaðurinn Malakí lýsir þessu á þennan hátt: 

Mal 4:1  Því sjá, dagurinn kemur, brennandi sem ofn, og allir hrokafullir og allir þeir er guðleysi fremja, munu þá vera sem hálmleggir, og dagurinn sem kemur mun kveikja í þeim segir Drottinn allsherjar svo að hvorki verði eftir af þeim rót né kvistu.

Hinir óguðlegu munu brenna eins og hálmleggir.  Þykkt strá getur brunnið í dágóðan tíma.  En lítið og þurrt strá fuðrar strax upp.  Þetta táknar að sumir munu þjást lengur en aðrir.  Þeir munu dæmdir eftir verkum sínum.  Satan mun hljóta mestu refsinguna.  En þjáningar allra munu að lokum enda með dauða.  Þá mun hinu illa útrýmt.  Bæði rót og kvisti hins illa mun eytt í eldsdíkinu.  Satan rótin en fylgjendur hans kvisturinn.  Kröfu réttlætisins og lögmálsins verður þá fullnægt.  Himinn og jörð munu kunngjöra réttlæti Guðs.  Og hann mun þerra hvert tár af augum þeirra. Og dauðinn mun ekki framar til vera, hvorki harmur né vein né kvöl er framar til. Hið fyrra er farið.

paradisNýr himinn og ný jörð

Á þessum tíma mun Guð skapa nýjan himinn og nýja jörð.  Jóhannes lýsir þessari nýju sköpun svo: 

Opb 21:1Og ég sá nýjan himin og nýja jörð, því að hinn fyrri himinn og hin fyrri jörð voru horfin og hafið er ekki framar til.  

Allt sem varð syndinni að bráð mun verða endurnýjað.  Hin nýja jörð mun verða heimkynni hinna endurleystu.

Sálm 37:29 Hinir réttlátu fá landið til eignar og búa í því um aldur.  

Af ótta við að gera himnaríki of veraldlegt (efnislegt) hafa margir leiðst út í að þynna út hin heilögu sannindi um framtíðarheimili okkar með flöktandi nýaldarvangaveltum.  Kristur fullvissaði lærissveinana um að Hann færi til himna til að búa þeim stað í húsi Föðurins.  Þeir sem meðtaka Guðs heilaga orð munu ekki vera fáfróðir um hinar himnesku vistarverur. 

1Kor 2:9  En það er eins og ritað er: Það sem auga sá ekki og eyra heyrði ekki og ekki kom upp í hjarta nokkurs manns, allt það sem Guð fyrirbjó þeim, er elska hann. 

Mannleg tunga megnar ekki að lýsa því sem bíður hinna réttlátu.  Menn munu þurfa að sjá það.  Enginn mannlegur hugur getur gert sér í hugarlund Paradís Guðs. 

Biblían kallar arf hinna frelsuðu „ættjörð“ Heb.11.14-16.  Þar leiðir hinn himneski hirðir hjörð sína að lindum lifandi vatna. Lífsins tré ber ávöxt sinn í hverjum mánuði og blöð þess eru til lækningar þjóðunum. Þar eru sístreymandi ár, kristaltærar, og á bökkum þeirra eru tré sem bærast í blænum og veita forsælu yfir þá gangstíga sem ætlaðir eru hinum endurleystu Drottins að ganga á.  Þar eru víðáttumiklar sléttur sem hækka í fagrar hæðir, og fjallstindar Guðs gnæfa yfir þeim. Á þessum friðsælu sléttum, meðfram þessum lifandi fljótum, mun lýður Guðs, pílagrímar og vegfarendur finna sér heimkynni. 

Jes 32:18   Þá skal þjóð mín búa í heimkynni friðarins, í híbýlum öruggleikans og í rósömum bústöðum.

Jes 60:18   Eigi skal framar heyrast getið um ofríki í landi þínu, né um tjón og tortíming innan landamerkja þinna. Þú skalt kalla Hjálpræði múra þína og Sigurfrægð hlið þín.

Jes 65:21-22  Þeir munu reisa hús og búa í þeim, og þeir munu planta víngarða og eta ávöxtu þeirra.  Eigi munu þeir reisa og aðrir í búa, eigi munu þeir planta og aðrir eta, því að aldur fólks míns mun vera sem aldur trjánna, og mínir útvöldu skulu sjálfir njóta handaverka sinna. 

Jes 35:1  Eyðimörkin og hið þurra landið skulu gleðjast, öræfin skulu fagna og blómgast sem lilja.

Jes 55:13  Þar sem áður voru þyrnirunnar, mun kýpresviður vaxa, og þar sem áður var lyng, mun mýrtusviður vaxa. Þetta mun verða Drottni til lofs og eilífs minningarmarks, sem aldrei mun afmáð verða.

Jes 11:6 Þá mun úlfurinn búa hjá lambinu og pardusdýrið liggja hjá kiðlingnum, kálfar, ung ljón og alifé ganga saman og smásveinn gæta þeirra.

Jes 11:9  Hvergi á mínu heilaga fjalli munu menn illt fremja eða skaða gjöra, því að jörðin er full af þekkingu á Drottni, eins og djúp sjávarins er vötnum hulið.

Þjáning getur ekki þrifist á himnum.  Þar verða engin tár, jarðarfarir eða syrgjendur.  Ekki framar vein, kvöl eða harmur. Hið fyrra er farið. 

Jes 33:24  Og enginn borgarbúi mun segja: Ég er sjúkur. Fólkið, sem þar býr, hefir fengið fyrirgefning misgjörða sinna.

Þarna er hin Nýja Jerúsalem, höfuðborg hinnar dýrðlegu jarðar

Jes 62:3 Þú munt verða prýðileg kóróna í hendi Drottins og konunglegt höfuðdjásn í hendi Guðs þíns.

Opb 21:11  Hún hafði dýrð Guðs. Ljómi hennar var líkur dýrasta steini, sem jaspissteinn kristalskær.

Jes 65:19  Ég vil fagna yfir Jerúsalem og gleðjast yfir fólki mínu, og eigi skal framar heyrast þar gráthljóð eða kveinstafir.

Opb 21:3  Og ég heyrði raust mikla frá hásætinu, er sagði: Sjá, tjaldbúð Guðs er meðal mannanna og hann mun búa hjá þeim, og þeir munu vera fólk hans og Guð sjálfur mun vera hjá þeim, Guð þeirra.

Í borginni mun engin nótt vera.  Enginn þarfnast hvíldar eða óskar hennar.  Þar veldur það engri þreytu að gera vilja Guðs og lofa nafn Hans.  Við munum ávallt finna ferskleika morgunsins og munum ávallt vera langt frá endalokum hans. 

Opb 22:5  Og nótt mun ekki framar til vera og þeir þurfa ekki lampaljós né sólarljós, því að Drottinn Guð skín á þá og þeir munu ríkja um aldir alda. 

Í stað sólarljóssins kemur birta sem er ekki óþægilega björt en mun samt vera ómælanlega bjartari en hádegissól okkar.  Dýrð Guðs og lambsins flæðir yfir hina helgu borg með birtu sem ekki fölnar.  Hinir endurleystu ganga í sólarlausri dýrð hins eilífa dags.

Opb 21:22  Og musteri sá ég ekki í henni, því að Drottinn Guð, hinn alvaldi, er musteri hennar og lambið.

Lýður Guðs hefur þau forréttindi að hafa beint samband við föðurinn og soninn.

1Kor 13:12  Nú sjáum vér svo sem í skuggsjá, í ráðgátu, en þá munum vér sjá augliti til auglitis. Nú er þekking mín í molum, en þá mun ég gjörþekkja, eins og ég er sjálfur gjörþekktur orðinn.

Við sjáum mynd Guðs eins og endurvarpað úr spegli í verkum náttúrunnar og í samskiptum hans við mennina, en þá munum við sjá Hann augliti til auglitis án þess að hula sé á milli.  Við munum standa í návist Hans og sjá dýrð ásjónu Hans.

stjernehimmelSigur kærleika Guðs

Þar munu hinir endurleystu þekkja svo sem þeir eru einnig þekktir.  Sá kærleikur og samúð sem Guð hefur sjálfur innrætt sálum þeirra mun þar finna sinn sannasta og dýrlegasta vettvang.  Hið hreyna samneyti við heilagar veru, hið innilega félagslíf með blessuðum englum og hinum trúföstu allra alda sem hafa hvítþvegið skikkjur sínar í blóði lambsins, hin heilögu bönd sem hvert faðerni fær nafn af á himni og jörðu ( Ef 3.15) – allt þetta hjálpast að því að skapa hinum endurleystu hamingju.  Þar munu ódauðlegir hugir hugleiða með eilífum fögnuði dásemdir sköpunarmáttarins, leyndardóma hins endurleysandi kærleika.  Þar verður enginn grimmur, tælandi andstæðingur til þess að freista manns að gleyma Guði.  Sérhver hæfileiki fær að þroskast, sérhver gáfa að eflast.  Þekkingarleit mun ekki þreyta hugina né reyna á kraftana.  Þar verður hægt að vinna hin veglegustu stórvirki og ná hinum æðstu markmiðum og hefjast upp til hæsta frama.Og þrátt fyrir það verða enn nýjar hæðir til að ná, nýjar dásemdir að keppa að, ný sannindi að skilja, ný viðfangsefni til að kalla fram orku hugar, sálar og líkama.  
 
Allir fjársjóðir alheimsins verða opnir hinum endurleystu til athugunar.  Þar sem þeir eru óbundnir af dauðanum hefja þeir óþreytandi flug til fjarlægra veralda, veralda sem kenndu nístandi sorgir yfir hinni mannlegu eymd og ómuðu af gleðisöngvum yfir hverri endurleystri sál.  Með ólýsanlegri gleði ganga börn jarðarinnar inn í fögnuð og visdóm hinna óföllnu vera.  Þeir deila með þeim fjársjóðum þekkingar og skilnings, sem aflað hefur verið um aldir alda í íhugun um handaverk Guðs. Með óskertri sjón horfa þeir á dýrð sköpunarverksins, sólir, stjörnur og vetrarbrautir, allt í sinni réttu skipan sem snýst um hásæti guðdómsins.  Á alla hluti frá þeim smæsta til hins stærsta er nafn skaparans letrað, og í öllum birtast auðæfi máttar hans. Og er eilífðarárin líða, munu þau færa mönnum enn dýrlegri opinberanir um Guð og um Krist.  Eins og þekkingin er framsækin þá mun kærleikur, virðing og hamingja vaxa.  Því meir sem menn læra um Guð þeim mun meiri verður aðdáun á eðli hans.  Þegar Jesús opinberar þeim auðæfi endurlausnarinnar og hið dásamlega afreksverk í hinni miklu deilu við Satan þá munu hjörtu hinna endurleystu fagna í enn heitari hrifningu og frá sér numdir munu þeir slá gullhörpurnar og tíu þúsund sinnum tíu þúsundir og þúsundir þúsunda radda munu fylla loftið máttugum lofsöngvum. 

Opb 5:13  Og allt skapað, sem er á himni og jörðu og undir jörðunni og á hafinu, allt sem í þeim er, heyrði ég segja: Honum, sem í hásætinu situr, og lambinu, sé lofgjörðin og heiðurinn, dýrðin og krafturinn um aldir alda.  

Hin mikla deila er til lykta leidd.  Synd og syndarar eru ekki lengur til.  Gjörvallur alheimurinn er orðinn hreinn.  Eitt hjarta samlyndis og fagnaðar slær um óravíddir sköpunarverksins.  Frá honum sem skóp allt, flæðir líf og ljós og fögnuður um öll svið hins endalausa geims.  Frá hinni smæstu öreind til hinnar stærstu veraldar kunngjöra allir hlutir, lifandi og dauðir, í skuggalausri fegurð sinni og fullkomnum fögnuði að Guð er kærleikur. (Úr bókinni; Deilan mikla, eftir Ellen G.White )

skyerVið upphaf eilífðarinnar

Tákn tímanna hrópa á okkur að Jesús Kristur, frelsari heimsins sé um það bil að koma aftur. En þrengingar munu koma meðan við bíðum.  Baráttan milli góðs og ills mun magnast allt fram í endalokin.  Hinir síðustu atburðir munu gerast hratt, eins og hjá konu með fæðingarhríðir (Sefanía 1.14; Róm. 9.28; 1.Þess. 5.1-3).  Þess vegna er nauðsynlegt að við ákveðum núna að fylgja Jesú hvern dag, hverja mínútu.

Jesús kom til jarðarinnar til að vera okkur fyrirmynd.  Hann var Guð en auðmýkti sig og gerðist maður.  Þó Hann væri Guð kom Hann sem maður (Jóh. 1. 1-3; Fil.2.5-8).  Hann sýndi okkur hvernig maðurinn getur sigrast á synd.  Alveg eins og greinarnar þurfa að vera tengdar stofninum til að lifa, eins þurfum við að vera í stöðugu sambandi við Krist til að falla ekki í synd.  Ef við syndgum er það okkur að kenna, ekki Jesú (Jóh. 15.4-5).  Hann bregst okkur aldrei.  Ef við föllum þá þurfum við að snúa okkur strax til Krists og grípa í Hans útréttu hönd, iðrast, viðurkenna syndir okkar og taka við fyrirgefningu Jesú svo við getum enn á ný lifað sigrandi lífi með Honum (1. Jóh.2.1-2). 

Við þurfum hreinan huga fyrir endurkomuna

Biblían segir að ekkert óhreint muni ganga inn í Guðs ríki (Opb.21.27).  Þess vegna mun Kristur ekki bjarga okkur í syndum okkar er Hann kemur, eða hreinsa hugi okkar.  Nei, sú hreinsun þarf að fara fram áður en Kristur kemur ef við eigum að geta fylgt Honum (1.Þess.5.23;  Efe.1.4; 5.27;  Opb. 7.14;  14.1-5).  Kristur dó fyrir okkur.  Blóði Hans var úthellt fyrir okkur á Golgata.  Samt sem áður mun; hver sem á Hann trúir ekki glatast heldur hafa eilíft líf (Jóh. 3.16).  Tökum þessu boði náðar og frelsunar hér og nú og meðtökum mátt Hans til að lifa nýju sigrandi lífi.  Máttur Hans er óþrjótandi.

idyllVer ávallt viðbúinn    

Reynum ávallt að gera vilja Guðs og beina huga okkar til himna.  Þá munum við vinna hvern sigurinn á fætur öðrum í okkar kristna lífi. 

Í hinni síðustu miklu baráttu munu þeir sem halda boð Guðs og hafa trú Jesú, ekki taka við merki dýrsins, heldur fyrir náð Guðs, munu þeir meðtaka innsigli Guðs á enni sín (Opb.13.16;  14.9-10;  Ese.9.4;  Opb. 7.2-4; 22.14).  Bæn okkar er sú að allir mættu ávallt vera viðbúnir.  Þá munum við fylgja Jesús Kristi, frelsara heimsins, til okkar himnesku ættjarðar er Hann kemur fljótlega til að safna saman sínum trúu útvöldu (1.Þess.4.15-17).  Við vonumst til að hitta ykkur þar.

Virðingarfyllst,  Bente og Abel Struksnæs


[Back to the Main Page!]


This page belongs to Abel Struksnes. For more information contact Christian Information Service, Bente & Abel Struksnes, Vestrumsbygda 26, 2879 Odnes, Norway or send me an e-mail at abels@online.no