Barátta hugans.
Við eigum í stríði.
Hvernig getum við unnið óverðskuldaðan sigur ?
Finnst þér þú vera óverðugur,aumkunarverður, andlaus og á barmi glötunar ? Ef svo er höfum við hvatningu og von að bjóða þér. Orð Jesú eiga við um þig:
Matt 11:28 Komið til mín, allir þér sem erfiði hafið og þungar byrðar, og ég mun veita yður hvíld.
Kærleikur í verki
Hefurðu einhvern tíman velt fyrir þér hinum mikla kærleik sem Jesús sýndi okkur – okkur til til bjargar. Ritningin orðar það svo:
Jóh 3:16 Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.
Jóhannes, einn af lærissveinum Jesú upplifði þennan kærleik af fyrstu hendi og ritaði því:
1 Jóh 4:10 Þetta er kærleikurinn: Ekki að vér elskuðum Guð, heldur að hann elskaði oss og sendi son sinn til að vera friðþæging fyrir syndir vorar.
Þvílíkur kærleikur! Jesús gaf sitt eigið líf til að við mættum hafa von um eilíft líf.
Hvernig bjargar Jesús okkur ?
En hvernig gat Jesús frelsað okkur ? Hann varð að sigra þar sem Adam hafði fallið. En hvernig gat Hann það ef Hann var Guð ? Páll lýsir því svo:
Fil 2:5-11 Verið með sama hugarfari sem Jesús Kristur var. Hann var í Guðs mynd. En hann fór ekki með það sem feng sinn að vera Guði líkur. Hann svipti sig öllu, tók á sig þjóns mynd og varð mönnum líkur....
Jóhannes orðar það á þennan hátt:
Jóh 1:1-3 Í upphafi var Orðið, og Orðið var hjá Guði, og Orðið var Guð. Hann var í upphafi hjá Guði. Allir hlutir urðu fyrir hann, án hans varð ekki neitt, sem til er.
Jóh 1:14 Og Orðið varð hold, hann bjó með oss, fullur náðar og sannleika, og vér sáum dýrð hans, dýrð, sem sonurinn eini á frá föðurnum.
Þetta er erfitt að meðtaka; þetta vers lýsir Jesús sem „ Orðinu“. Það var Jesús sem kom hingað og varð hold – eins og maður. Páll staðfestir þetta með orðunum:
Heb 2:14 Þar sem nú börnin eru af holdi og blóði, þá hefur hann og sjálfur fengið hlutdeild í mannlegu eðli á sama hátt.
Á öðrum stað ritar Páll að Guð hafi sent sinn eigin son í líkingu syndugs manns (Róm. 8.3). Til að geta frelsað okkur varð Kristur að sigra þar sem Adam hafði syndgað. Hann varð að koma niður á okkar plan (gerast maður). Þrátt fyrir að vera Guð birtist Hann sem maður. Það var aðeins á þennan hátt sem Hann gat bjargað okkur. Páll lýsir baráttu Jesú með þessum orðum:
Heb 2:17-18 Því var það, að hann í öllum greinum átti að verða líkur bræðrum sínum, svo að hann yrði miskunnsamur og trúr æðsti prestur í þjónustu fyrir Guði, til þess að friðþægja fyrir syndir lýðsins. Sjálfur hefur hann þjáðst og hans verið freistað. Þess vegna er hann fær um að hjálpa þeim, er verða fyrir freistingu.
Heb 4:15-16 Ekki höfum vér þann æðsta prest, er eigi geti séð aumur á veikleika vorum, heldur þann, sem freistað var á allan hátt eins og vor, en án syndar. Göngum því með djörfung að hásæti náðarinnar, til þess að vér öðlumst miskunn og hljótum náð til hjálpar á hagkvæmum tíma.
Þetta er grundvöllur frelsunarinnar. Jesús lifði syndlausu lífi. Fljótlega eftir að Hann fæddist í fjárhúsi í Betlehem reyndi Satan, í gegnum Heródes, að taka líf Hans (Matt.2.7-23). Hans var freistað af djöflinum (Matt. 4.1-11). Farísearnir reyndu að freista Hans og báru fram falsvitni gegn Honum. Hann var reyndur og Hans freistað á margan hátt. Hann var hýddur, píndur,barinn og á Hann hrækt. Þeir settu þyrnikórónu á höfuð Hans, og að lokum negldu þeir Hann á kross eins og glæpamann þó Hann væri syndlaus. Það var á krossinum á Golgata sem Hann gaf líf sitt fyrir okkur. Eftir að Hann hrópaði „Það er fullkomnað’’, lét Hann lífið. Hann hafði sigrað. Þeir stungu Hann því næst í síðuna og vatn og blóð rann út, tákn um að Hann væri látinn. Hann úthellti blóði sínu fyrir okkur. Hann lét líf sitt til að við mættum lifa. Þvílíkur kærleikur og þvílík sjálfsfórn. Hann sýndi okkur hversu mjög Hann elskar okkur. Ættum við ekki að sýna þakklæti okkar með því að taka við þessari gjöf hjálpræðisins ?
Benjar Hans gerðu okkur heil
Jesús átti marga vini en einnig marga óvini.
Jes 53:3-5 Hann var fyrirlitinn, og menn forðuðust hann, harmkvælamaður og kunnugur þjáningum, líkur manni, er menn byrgja fyrir andlit sín, fyrirlitinn og vér mátum hann einskis. En vorar þjáningar voru það, sem hann bar, og vor harmkvæli, er hann á sig lagði. Vér álitum hann refsaðan, sleginn af Guði og lítillættan, en hann var særður vegna vorra synda og kraminn vegna vorra misgjörða. Hegningin, sem vér höfðum til unnið, kom niður á honum, og fyrir hans benjar urðum vér heilbrigðir.
En af hverju þurfti Jesús að ganga í gegnum allt þetta ? Biblían segir okkur að; syndin er lögmálsbrot, og að ; laun syndarinnar er dauði ( 1.Jóh.3.4; Róm. 6.23). Og áfram er ritað; allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð (Róm.3.23). Vegna þess að við höfum öll syndgað erum við öll dæmd til að deyja. Jesús kom vegna okkar vonlausa ástands til að bjarga okkur frá endanlegri eyðingu.
Barátta andans við holdið
Þó að jörðin sé mörkuð af synd sjáum við ennþá merki sköpunarinnar í náttúrunni, falleg blóm, tré, fjölbreytt dýr og mannfólk. Bæði menn og skepnur eru gædd sínum skynfærum, augum, eyrum, nefi, munni og tilfinningum. Í gegnum skynfærin getum við notið dýrðar náttúrunnar. Við ættum að þjálfa skynfæri okkar í að njóta fegurðar náttúrunnar. Það mun veita okkur fyllingu.
Munið samt að við eigum óvin. Hann er kallaður Djöfull og Satan. Það er hann sem freistar okkar til að gera það sem rangt er. Hann freistar okkar í gegnum skynfæri okkar. Hann veit að er við látum undan freistingum holdsins, munum við syndga. Þess vegna reynir hann að leiða okkur í aðstæður þar sem við getum séð, heyrt og fundið fyrir hlutum sem leiða til syndar. Hann tælir okkur til að syndga í gegnum skynjun okkar. Hann vill að við hegðum okkur í andstöðu við lömál Guðs.
Þar sem Skaparinn gaf okkur boðorðin tíu (2.Mós.20.3-17) sem leiðarljós fyrir mannkynið reynir Satan, andstæðingur Guðs, að fá okkur til að brjóta boðorðin. Guð vill að við höldum Hans boðorð en Satan vill hið gagnstæða. Þessi barátta holdsins og andans á sér stað hverja stund í lífi okkar.
Páll lýsir því svo:
Gal 5:16-18 En ég segi: Lifið í andanum, og þá fullnægið þér alls ekki girnd holdsins. Holdið girnist gegn andanum, og andinn gegn holdinu. Þau standa hvort gegn öðru, til þess að þér gjörið ekki það, sem þér viljið. En ef þér leiðist af andanum, þá eruð þér ekki undir lögmáli.
Andinn og holdið – tvö andstæð öfl
Gal 5:19-22 Holdsins verk eru augljós: Frillulífi, óhreinleiki, saurlífi, skurðgoðadýrkun, fjölkynngi, fjandskapur, deilur, metingur, reiði, eigingirni, tvídrægni, flokkadráttur, öfund, ofdrykkja, svall og annað þessu líkt. Og það segi ég yður fyrir, eins og ég hef áður sagt, að þeir, sem slíkt gjöra, munu ekki erfa Guðs ríki. En ávöxtur andans er: Kærleiki, gleði, friður, langlyndi, gæska, góðvild, trúmennska,
Mátturinn sem við þörfnumst
Við erum öll gædd þeim eiginleika að geta tekið eigin ákvarðanir – höfum frjálsan vilja. Sá hluti heilans sem stjórnar getu okkar til að meta hluti, rökhugsun o.þ.h.er stærri en þau svæði sem hafa með skynjun að gera. Þegar við gerum okkur grein fyrir þessu getum við notað viljan til að taka meðvitaðar ákvarðanir án þess að láta truflast af utanaðkomandi áhrifum manna eða aðstæðna. Guð skapaði okkur á þennan hátt og Hann vill að við störfum með Honum. Við tökum skynsamlegustu ákvarðanir lífs okkar þegar við þekkjum vilja Guðs. Við getum beðið Guð um að hjálpa okkur að framkvæma samkvæmt Hans vilja. Það hjálpar okkur að standast freistingar Satans. Ef við tökum eigingjarnar ákvarðanir án þess að ráðfæra okkur við Guð munum við oft á tíðum iðrast þeirra seinna meir. Okkar verk er því að samlaga vilja okkar, vilja Guðs. Þegar við gefumst á þennan hátt undir Guðs vilja mun Heilagur Andi koma inn í líf okkar og starfa í okkur bæði að vilja og framkvæma Guði til velþóknunar (Fil.2.13). Í hvert skipti sem við ákveðum að gera Guðs vilja í stað þess að fylgja okkar eigin, tengjumst við himneskum krafti. Við öðlumst kraft frá Guði sem tengir okkur Honum og getum því lifað nýju lífi – lífi í trú.
Hvaðan kemur þessi hjálp sem okkur mun berast gegn freistingum Satans ? Við höfum rætt það lauslega en lítum aðeins nánar á það. Er Jesús steig til himna sagði hann:
Post.1.8 En þér munuð öðlast kraft er Heilagur Andi kemur yfir yður og þér munuð verða vottar mínir...
Á öðrum stað stendur
Jóh 14:26 En hjálparinn, andinn heilagi, sem faðirinn mun senda í mínu nafni, mun kenna yður allt og minna yður á allt það, sem ég hef sagt yður.
Jóh 16:13 En þegar hann kemur, andi sannleikans, mun hann leiða yður í allan sannleikann. Hann mun ekki mæla af sjálfum sér, heldur mun hann tala það, sem hann heyrir, og kunngjöra yður það, sem koma á.
Ein af persónum guðdómsins, Heilagur Andi, mun gefa okkur kraft til að vera vitni fyrir Jesú. Hann mun hjálpa okkur að skilja sannleika Guðs orðs og lifa samkvæmt Hans vilja. Á þennan hátt öðlumst við kraft til að standast freistingar Satans, sem við gætum annars ekki staðist.
Verða allir ánægðir á sinn hátt
Sumir halda því fram að við eigum að byggja trú okkar á innsæi og að allir geti verið ánægðir á sinn hátt. En Ritningin segir okkur að það sé aðeins "einn Drottinn, ein trú, ein skírn"(Efe.4.5). Jesús, Skaparinn segir: "Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið enginn kemur til föðurins nema fyrir mig" (Jóh.14.6). Þess vegna verðum við ekki ánægð á okkar hátt. Við þurfum að feta í fótspor Jesú sem er vegurinn. Ekki vera fálmandi eftir einhverri tilfinningu eða innsæi. Fylgjum heldur veginum sem Kristur hefur lagt og hann finnum við með því að rannsaka Guðs orð. Margar kenningar og kirkjur eru aðeins byggðar á stakri hugmynd eða stöku versi úr Ritningunni. Sannleikurinn finnst hins vegar með rannsókn á orði Guðs, og kjarni sannleikans er í Kristi, frelsaranum. Það er aðeins Skaparinn sem gefur okkur líf og tilvera okkar byggist algjörlega á Honum (Kol.1.17). Engin önnur vera er í aðstöðu til að gefa okkur framtíðarvon – eilíft líf. Við getum aðeins öðlast frelsi er við, í trú, játumst náðarboði Krists. Þetta er ákvörðun sem þú þarft að taka núna. Þú kýst annaðhvort líf eða dauða. Ritað er. Laun syndarinnar er dauði en náðargjöf Guðs er eilíft líf í Kristi Jesú (Róm.6.23).
Stuttu áður en Jósúa leiðtogi Ísraels dó, sagði hann fólkinu að það yrði að kjósa hverjum það vildi þjóna, guðum Egypta og Amoríta eða Drottni. Svo sagði hann: En ég og mínir ættmenn munum þjóna Drottni (Jós. 24.15). Við skulum öll taka meðvitaða ákvörðun um að fylgja Kristi núna. Þá hverfum við frá dauðanum til lífsins. Þá finnum við hinn sanna tilgang lífsins og öðlumst von og framtíð.
Losnað við syndabyrðina
Að játast Kristi þýðir einnig að Hann mun hjálpa okkur að losna við syndina úr lífi okkar. Jesús kom til að frelsa okkur frá synd (Matt.1.21). Svo lengi sem við höfum einhverjar ójátaðar syndir í lífi okkar, erum við þrælar syndarinnar því ritað er: Hver sem syndina drýgir er þræll syndarinnar (Jóh.8.34). Þá er eins og við séum föst í snöru. Satan stjórnar okkur, og við getum ekki frelsast í þessu ástandi því ekkert óhrein mun ganga inn í Guðs ríki (Opb.21.27). Í þessu vonlausa ástandi verðu við að biðja til Guðs um hjálp. Aðeins Kristur getur frelsað okkur. Hann getur brotið hlekki syndarinnar og baráttan byrjar fyrst þegar við förum að brjóta þessa hlekki. Þegar Heilagur Andi fer að vekja samviskuna, þá sér maður smám saman ljótleika syndarinnar, kraft hennar og eyðingarmátt og fer að líta á hana með viðbjóði. Við munum sjá að syndin hefur gert okkur viðskila við Guð og að við erum þrælar syndarinnar. Því meir sem við reynum að losna undan henni, því meir finnum við hjálparleysi okkar. Tilgangur okkar er spilltur og hjörtu okkar óhrein. Við munum sjá að líf okkar hefur þjónað sjálfinu og við þráum að verða frjáls og hreinsuð. Hvernig getum við sæst á vilja Guðs ?
Við þurfum frið – blessanir Guðs, kærleika og frið. Frið sem hvorki peningar né viska geta aflað. Við getum aldrei fengið þann frið með okkar eigin viðleitni. En Guð býður þennan frið ; endurgjaldslaust (Jes.55.1). Ef þú aðeins réttir út hönd þína og meðtekur er þessi friður þinn.
Jes.1.18 Komið, eigumst lög við – segir Drottinn. Þó að syndir yðar séu sem skarlat, skulu þær verða hvítar sem mjöll. Þó að þær séu rauðar sem purpuri, skulu þær verða sem ull.
Esk 36:26 Og ég mun gefa yður nýtt hjarta og leggja yður nýjan anda í brjóst, og ég mun taka steinhjartað úr líkama yðar og gefa yður hjarta af holdi.
Hrein skikkja – óverðskulduð
Aðalatriðið er að við þurfum að losna við synd. Við þurfum að leggja allar okkar syndir á Jesú svo að Hann geti friðþægt fyrir þær og þar með gert frelsun okkar mögulega. Við getum lýst því svo:
Sak 3:3-4 Jósúa var í óhreinum klæðum, þar er hann stóð frammi fyrir englinum. Þá tók engillinn til máls og mælti til þeirra, er stóðu frammi fyrir honum: Færið hann úr hinum óhreinu klæðum! Síðan sagði hann við hann: Sjá, ég hefi burt numið misgjörð þína frá þér og læt nú færa þig í skrúðklæði.
Andstæðan hljómar því svo: Þeir sem neita að viðurkenna misgjörðir sínar og eru of stolltir til að auðmýkja sig fyrir Drottni geta því ekki fengið fyrirgefningu og við skulum muna að laun syndarinnar er dauði. Syndinni þarf að útrýma áður en við getum talist réttlát.
Í Lúkasarguðspjalli 15. kafla finnum við þrjár dæmisögur um það hvernig Guð leitar þeirra sem hafa yfirgefið hann. Í síðustu dæmisögunni sjáum við hvar sonur nokkur fær greiddan arf og leggur svo af stað út í heim. Hann eyðir öllum peningunum og endar í svínastíu, étandi mat svínanna. Eftir smá tíma áttar hann sig á að þetta sé nú kannski ekki það sem hann hafði lagt upp með. Hann ákveður því að fara aftur heim til föður sins. En er hann átti nokkurn spöl eftir heim til sín sér faðir hans hann. Faðirinn sér hversu illa útlítandi sonurinn er. En faðirinn sér aumur á honum , hleypur til móts við hann og faðmar hann og kyssir.
Lúk 15:21-24 En sonurinn sagði við hann: Faðir, ég hef syndgað móti himninum og gegn þér. Ég er ekki framar verður að heita sonur þinn. Þá sagði faðir hans við þjóna sína: Komið fljótt með hina bestu skikkju og færið hann í, dragið hring á hönd hans og skó á fætur honum. Sækið og alikálfinn og slátrið, vér skulum eta og gjöra oss glaðan dag. Því að þessi sonur minn var dauður og er lifnaður aftur. Hann var týndur og er fundinn. Tóku menn nú að gjöra sér glaðan dag.
Hreina skikkjan táknar hér réttlætisklæði Krists. Sonurinn þurfti fyrst að afklæðast hinum óhreinu fötum til að geta farið í hina hreinu skikkju. Á sama hátt öðlast syndarinn réttlætisklæði Krists þegar hann, fyrir trú, iðrast og meðtekur náðargjöf og frelsi Krists.
Við getum því spurt okkur: Viljum við lifa áfram í synd, siðleysi og vansæld – viljum við nærast á svínafóðri – eða viljum við taka í útrétta hönd Jesú sem tekur á móti hverju iðrandi syndara ?
Valið er okkar! En við verðum að velja. Það er ekki nóg að óska sér. Við verðum að framkvæma – fara til Jesú og taka við boði Hans um eilíft líf.
Skilyrði frelsunarinnar
Í þessari baráttu er gott að leggja nokkur vers á minnið:
1Jóh 1:9 Ef vér játum syndir vorar, þá er hann trúr og réttlátur, svo að hann fyrirgefur oss syndirnar og hreinsar oss af öllu ranglæti.
Orðsk 28:13 Sá sem dylur yfirsjónir sínar, verður ekki lángefinn, en sá sem játar þær og lætur af þeim, mun miskunn hljóta.
Við sjáum hér að frelsunin er skilyrðum háð. Jesús hefur gert allt sem í Hans valdi stendur, en það er okkar að taka við eða neita gjöf frelsunarinnar. Þegar Davíð sá að hann hafði syndgað, sagði hann: „Ég hef syndgað móti Drottni.‘‘ (2.Sam.12.13). Og seinna lýsir hann þessum atburði:
Sálm 32:5 Þá játaði ég synd mína fyrir þér og fól eigi misgjörð mína. Ég mælti: Ég vil játa afbrot mín fyrir Drottni, og þú fyrirgafst syndasekt mína.
Á sama hátt fyrirgefur Jesús öllum þeim sem iðrast og snúa sér frá syndum sínum. Þegar þetta er gert, gerist eitthvað innra með okkur. Páll lýsir þessari reynslu á þennan hátt: „Ef einhver er í Kristi , er hann skapaður á ný, hið gamla varð að engu, sjá, nýtt er orðið til“ (2. Kor.5.17). Hugur þinn hefur tekið breytingum vegna þess að Heilagur Andi starfar nú í þér. Við þörfnumst öll þessarar umbreytingar og krafts Heilags Anda. Mættum við öll taka þessu boði með gleði. En höfum hraðan á. Illska heimsins eykst hröðum skrefum og mun móta okkur ef við tökum ekki í útrétta hönd Jesú og hefjum göngu okkar með Honum.
Fyrirgefning
Í bæn Drottins segir: „Og fyrirgef oss vorar skuldir svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum" (Matt.6.12). Í Jakobsbréfi segir:
Jak 5:16 Játið því hver fyrir öðrum syndir yðar og biðjið hver fyrir öðrum, til þess að þér verðið heilbrigðir. Kröftug bæn réttláts manns megnar mikið.
Hér sjáum við að menn ættu að biðja hvern annan fyrirgefningar ef misklíð kemur upp og einnig að menn ættu að fyrirgefa hver öðrum. Ef þú hefur syndgað opinberlega ættirðu að biðjast fyrirgefningar opinberlega. Ef syndgað er gegn einhverjum einstaklingi ætti að biðja viðkomandi afsökunar. Hin endanlega fyrirgefning fæst svo frá Guði í gegnum Krist. Allar syndir skyldi leggja á Jesú svo Hann geti friðþægt fyrir þær. Hreinsun hjartans er mikilvæg því ritað er:
Matt.5:8 Blessaðir eru hjartahreinir því þeir munu Guð sjá.
Jóhannes ritar einnig:
Opb 21:27 Og alls ekkert óhreint skal inn í hana ganga né sá sem fremur viðurstyggð eða iðkar lygi, engir nema þeir einir, sem ritaðir eru í lífsins bók lambsins.
Starf Heilags Anda
Hvernig komumst við að þeirri niðurstöðu að við þurfum að iðrast synda okkar ? Heilagur Andi biður okkur stöðugt um að auðmýkja okkur frammi fyrir Guði (Fil.2.13). Við þurfum að lægja okkur, krossfesta sjálfið og játa syndir vorar. Þá mun Jesús taka á sig syndir okkar. Í gegnum trú erum við réttlætt fyrir náð, án verðskuldunar. Við erum réttlætt frammi fyrir Föðurnum því að réttlæti Krists hefur verið eignað okkur. Spámaðurinn Jesaja lýsir þessu svo:
Jes 61:10 Ég gleðst yfir Drottni, sál mín fagnar yfir Guði mínum, því að hann hefir klætt mig klæðum hjálpræðisins, hann hefir sveipað mig í skikkju réttlætisins, eins og þegar brúðgumi lætur á sig höfuðdjásn og brúður býr sig skarti sínu.
Páll segir einnig:
Róm 5:1 Réttlættir af trú höfum vér því frið við Guð fyrir Drottin vorn Jesú Krist.
Við verðum að öðlast þessa trúarreynslu ef við eigum að frelsast.
Jóh 1:12 En öllum þeim, sem tóku við honum, gaf hann rétt til að verða Guðs börn, þeim, er trúa á nafn hans.
Stolt
Kæru vinir, látið ekki stoltið standa í vegi fyrir því að þið leggið syndir ykkar á Jesú. Gefðu þig allan Kristi á vald. Það er betra að játa syndir sínar nú , en að hafa þær grandskoðaðar af hinum frelsuðu er þeir sitja að dómarastólum á himnum. Lífsins bók verður skoðuð og mál hvers og eins gert opinbert (Opb.20.4). Málið er að við höfum engu að tapa með því að leggja syndir okkar á Jesú, heldur allt að vinna. Jesús segir:
Jóh 6:37 Allt sem faðirinn gefur mér, mun koma til mín, og þann sem kemur til mín, mun ég alls eigi brott reka.
Engin synd sem iðrast er, er of stór fyrir Jesú. Fyrirgefning Hans er ávallt til staðar. En við þurfum í auðmýkt að iðrast syndanna. Gerum það núna! Frestum því ekki. Stöldrum við og lítum yfir farinn veg. Spennum greipar og leggjum allt fram fyrir Jesú. Gerum það í trú og án þess að efast. Þú munt finna fyrir létti og frelsi – frelsi frá hlekkjum syndarinnar, því „ef sonurinn gerir yður frjálsa, munuð þér sannarlega vera frjálsir“ (Jóh.8.36). Taktu þessa ákvörðun núna. Þegar þú gerir það, segir Jesús „Frið læt ég yður eftir,minn frið gef ég yður. Ekki gef ég yður eins og heimurinn gefur“ (Jóh.14.27). Við þurfum öll á þeim friði að halda. Heimurinn getur ekki veitt hann, aðeins Kristur.
Trúarskírnin
Ritað er: "Sá sem trúir og skírist mun hólpinn verða" (Mark.16.16). Einnig stendur: "Svo kemur þá trúin af boðuninni, en boðunin byggist á orði Krists" (Róm.10.17). Þó að við sjáum ekki Krist verðum við að trúa á Hann. Tímatal okkar miðast nú einu sinni við fæðingu Hans. Jesús er miðpunktur biblíunnar. Frelsi er aðeins að finna hjá Honum. Þó að við sjáum Hann ekki í dag þá hefur Hann opinberað sig í orði sínu. Þess vegna er "Trún fullvissa um það sem menn vona, sannfæring um þá hluti sem eigi er auðið að sjá" (Heb.11.1). Jesús Kristur – frelsarinn – er sá eini sem við eigum að trúa á. Hann sagði: „Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið, enginn kemur til föðurins nema fyrir mig“ (Jóh.14. .6) Einnig er ritað: "Ekki er hjálpræðið í neinum öðrum. Og ekkert annað nafn er mönnum gefið um víða veröld, sem getur frelsað oss." (Post 4:12) Hvorki Búdda, Muhammed né páfinn geta frelsað okkur. Þetta voru eða eru skeikular verur. Aðeins Skaparinn, Jesús Kristur hinn syndlausi, er fær um að frelsa þá sem koma til Hans í trú. Trúir þú því ? Ertu tilbúinn að fylgja Kristi, og opinberunum Hans í biblíunni sama hvað það kostar, þ.m.t. þeim fagnaðarboðskap sem er að finna í boðorðunum tíu. Ef svo er, þá er skírnin næsta skref.
Trú og verk fara saman. Jakob orðar það svo:
Jak.2.18-26 En nú segir einhver: „Einn hefur trú, annar verk. Sýn mér þá trú þína án verkanna og ég skal sýna þér trúna af verkum mínum. Eins og líkaminn er dauður án anda eins er og trúin dauð án verka.
Páll segir því :
Efe 2:8-10 Því að af náð eruð þér hólpnir orðnir fyrir trú. Þetta er ekki yður að þakka. Það er Guðs gjöf. Ekki byggt á verkum, enginn skal geta miklast af því. Vér erum smíð Guðs, skapaðir í Kristi Jesú til góðra verka, sem hann hefur áður fyrirbúið, til þess að vér skyldum leggja stund á þau.
Þeim sem tekur við Kristi í trú mun verða það eðlislægt að sýna trú sína í verki. Skírnin er hluti af því.
Áður en skírn er tekin er nauðsynlegt að vita eftirfarandi
Orðið skírn (babtism) er tekið úr gríska orðinu „babtismo“ sem var aftur tengt járnsmíði. Það táknaði að dýfa einhverjum hlut í vatn þannig að vatnið hyldi hann algjörlega. Ímyndum okkur að járnsmiður sé að búa til vissan hlut eftir vissri fyrirmynd. Hann þurfti þá að endingu að dýfa honum í vatn til að ná fullri herslu. Á sama hátt er skírnarþegi „grafinn“ í vatni, þar sem vatnið hylur hann algjörlega. Í skírninni sýnum við á táknrænan hátt að við meðtökum dauða, greftrun og upprisu Jesú okkur til handa. En skírnin táknar einnig að við „gröfum“ syndabyrðina í vatninu og rísum upp til nýs lífs í Kristi. Skírnin er einnig tákn um hreina samvisku fyrir Guði – sáttmáli við Krist. Eftirfarandi vers staðfesta það:
Róm 6:3-4 Eða vitið þér ekki, að allir vér, sem skírðir erum til Krists Jesú, erum skírðir til dauða hans? Vér erum því dánir og greftraðir með honum í skírninni, til þess að lifa nýju lífi, eins og Kristur var upp vakinn frá dauðum fyrir dýrð föðurins, og einnig
1Pét 3:21 Með því var skírnin fyrirmynduð, sem nú einnig frelsar yður, hún sem ekki er hreinsun óhreininda á líkamanum, heldur bæn til Guðs um góða samvisku fyrir upprisu Jesú Krists.
Áður en við göngum til samninga við einhvern er gott að vita hverjir skilmálarnir eru áður en við undirritum. Það sama á við um skírnarsáttmálann. Áður en skírn er tekin þarf að rannsaka orð Guðs, ásamt bæn, til að viðkomandi verði meðvitaður um innihald sáttmálans. Þess vegna er talað um trúarskírn eða fullorðinsskírn. Fyrir skírn ætti að taka meðvitaða ákvörðun um að samstarfa með Guði, leyfa Honum að breyta sér, og biðja fyrir krafti Andans um að fylgja Kristi alla leið. (1.Pét.2.21). Skírnin er tákn um þá breytingu sem hefur orðið hið innra.
Barnaskírn
Við höfum komist að þeirri niðurstöðu að enginn ætti að skírast án þess að hafa tekið trú. Barn sem hefur verið skírt af presti með nokkrum vatnsdropum, hefur þ.a.l ekki hlotið biblíulega skírn. Barnið þekkir ekki muninn á réttu og röngu (Heb. 5.13-14). Það getur ekki skilið gjöf Krists um frelsi frá synd, og getur því ekki haft persónulega trú á Hann. Ritað er: "Sá sem trúir og skírist mun hólpinn verða" (Mark.16.16) "og svo kemur þá trúin af boðuninni en boðunin byggist á orði Krists" (Róm.10.17). Skírn getur því aðeins átt sér stað eftir að viðkomandi hefur tekið á móti Kristi. Barnaskírn er því í raun engin skírn heldur erfðavenja manna eða hefð. Þess vegna þurfa allir þeir sem hafa hlotið barnaskírn að hljóta niðurdýfingarskírn samkvæmt biblíunni.
Ferming
Fermingarathöfnin varð til hjá kaþólsku kirkjunni á 14. öld. Það er staðreynd að fáir þeirra sem hafa fermst hafa tekið við Jesú sem sínum persónulega frelsara. Það eitt sýnir innihaldsleysi athafnarinnar. Í kveðjuræðu sinni til lærissveinanna sagði Jesús þeim að „kenna öðrum allt sem Hann hefur boðið þeim“ (Matt.28.18-20) en barnaskírn og ferming var aldrei hluti af kenningum Jesú. Þær eru aðeins óbiblíulegar erfikenningar.
Dæmi um skírnir
Það eru mörg dæmi um skírnir í biblíunni. Þegar Filippus boðaði fagnaðarerindið um Jesú til hirðmannsins frá Eþíópíu sagði maðurinn:
Post 8:36-38 Þegar þeir fóru áfram veginn, komu þeir að vatni nokkru. Þá mælti hirðmaðurinn: Hér er vatn, hvað hamlar mér að skírast? Filippus sagði: Ef þú trúir af öllu hjarta er það heimilt. Hirðmaðurinn svaraði honum: Ég trúi að Jesús Kristur sé sonur Guðs. Hann lét stöðva vagninn, og stigu báðir niður í vatnið, Filippus og hirðmaðurinn, og Filippus skírði hann.
Þegar Filippus boðaði fagnaðarerindið í Samaríu tóku margir trú.Ritningin greinir einnig frá áhrifum boðunarinnar
Post 8:12 Nú trúðu menn Filippusi, þegar hann flutti fagnaðarerindið um Guðs ríki og nafn Jesú Krists, og létu skírast, bæði karlar og konur.
Pétur og hinir lærissveinarnir sögðu fljótlega eftir hvítasunnuna:
Post 2:36-38 Með öruggri vissu viti þá öll Ísraels ætt, að þennan Jesú, sem þér krossfestuð, hefur Guð gjört bæði að Drottni og Kristi. Er þeir heyrðu þetta, var sem stungið væri í hjörtu þeirra, og þeir sögðu við Pétur og hina postulana: Hvað eigum vér að gjöra, bræður? Pétur sagði við þá: Gjörið iðrun og látið skírast hver og einn í nafni Jesú Krists til fyrirgefningar synda yðar; þá munuð þér öðlast að gjöf heilagan anda.
Þegar Jóhannes skírari kom fram í eyðimörkinni sagði hann: Gjörið iðrun, himnaríki er í nánd, og menn létu skírast af honum í ánni Jórdan og játuðu syndir sínar (Matt.3.1-6). Við sjáum að skírnin kemur í kjölfar þess að þekkja og játa syndir sínar og að taka við boðskap Jesú Krists.
Biblían segir að það sé „einn Drottinn, ein trú og ein skírn" (Efe.4.5) Hin biblíulega skírn er því trúarskírn þar sem skírnarþeginn er „grafinn“ í vatni og rís síðan upp til nýs lífs í Kristi. Ef þú átt enn eftir að taka skírn ættirðu að feta í fótspor frelsarans. Hann var skírður í ánni Jórdan, þrátt fyrir að þurfa þess ekki, en Hann gerði það til að vera okkur fyrirmynd. (matt.3.1-17; 1.Pét.2.21).
Kæru vinir, biblían sýnir ljóslega að hin biblíulega skírn Jesú, trúarskírnin, er mjög mikilvæg. Ritað er: "Sá sem trúir og skírist mun hólpinn verða" (Mark.16.16). Þegar við höfum meðtekið trú Jesú, þá erum við tilbúin til skírnar. Jakob segir: "Hver sem því hefur vit á að gjöra gott, en gjörir það ekki, hann drýgir synd" (Jak.4.17). Þetta á einnig við um skírnina. Ef þú hefur komist að því í gegnum ritninguna að „trúarskírnin“ sé hin rétta skírn en ekki hlotið hana, ættirðu að setja þig í samband við prest sem hefur trú Jesú og fá hann til að skíra þig.
Jesús sagði furðulegan hlut við Nikódemus: "Sannlega,sannlega segi ég þér. Enginn getur séð Guðs ríki nema hann fæðist að nýju" (Jóh. 3.3-6).
Þessi litla saga sýnir okkur að Heilagur Andi er stöðugt að biðja okkur um að játast Kristi. Kristur sagði.
Jóh 3:8 Vindurinn blæs þar sem hann vill, og þú heyrir þyt hans. Samt veistu ekki, hvaðan hann kemur né hvert hann fer. Svo er um þann, sem af andanum er fæddur.
Áhrifa Heilags Anda á hjartað má líkja við vindinn. Hann sést ekki en áhrifanna gætir. Hinn endurlífgandi kraftur sem enginn getur séð, gefur sálinni nýjan kraft - skapar manninn í Guðs mynd. Tökum á móti krafti af hæðum inn í líf okkar. Þá mun verða stórkostleg breyting. Þá gerumst við þjónar í stað stjórnenda. Þá verðum við miskunnsöm í stað þess að sýna hörku, við munum elska í stað þess að hata, vingjarnleiki kemur í stað þótta o.s.frv. Þetta er það sem Heilagur Andi gerir, verkar í yður bæði að vilja og framkvæma sér (Guði) til velþóknunar (Fil.2.13). Kæru vinir, standið ekki gegn Heilögum Anda. Bjóðið honum heldur inn í líf ykkar. Þá munu allir sjá að eitthvað mikilfenglegt hefur gerst í lífi ykkar. Þannig verðum við Guði þóknanleg vitni.
Líf í Kristi
Þegar við höfum ákveðið að fylgja Kristi og höfum tekið hina biblíulegu skírn, eigum við að halda áfram hinni kristnu göngu. En rétt er að minna á að við höfum óvin, Satan, sem mun reyna að freista okkar. Ef við erum ekki staðföst í Kristi munum við falla í freistni. Jakob orðar það svo:
Jak 1:12-15 Sæll er sá maður, sem stenst freistingu, því að þegar hann hefur reynst hæfur mun hann öðlast kórónu lífsins, sem Guð hefur heitið þeim er elska hann. Enginn má segja, er hann verður fyrir freistingu: Guð freistar mín. Guð getur eigi orðið fyrir freistingu af hinu illa, enda freistar hann sjálfur einskis manns. Það er eigin girnd, sem freistar sérhvers manns og dregur hann og tælir. Þegar girndin síðan er orðin þunguð, elur hún synd, og þegar syndin er orðin fullþroskuð, fæðir hún dauða.
Við minntimst lítillega á baráttuna milli andans og holdsins. Holdið er hluti af okkur. Satan nálgast okkur í gegnum skynfæri okkar, en við eigum einfaldlega ekki að þíðast holdið. Við eigum að fylgja rödd Guðs, ráðleggingum Hans og leiðbeiningum. Skaparinn veit hvað sköpun hans er fyrir bestu. Boðorðin tíu voru hönnuð (gefin) okkur til að gera okkur hamingjusamari ganvart hvert öðru og Guði. Við ættum öll að læra þessi hnitmiðuðu boð utanbókar eins og þau voru sett fram í 2. Mósebók, 20.3-17. Þegar við erum í samhljóman við boð Guðs erum við í samhljóman við Guð – þess sem hannaði boðorðin fyrir okkur.
Baráttan við sjálfið er mesta barátta lífsins. Að krossfesta sjálfið og ákveða að gjöra vilja Krists, að lægja hugann og sýna kærleika, vinsemd og aðra ávexti andans er eitthvað sem við getum ekki gert í okkar eigin mætti. En með krafti Guðs við megnum við allt. Hið flekklausa líf Jesú er órækur vitnisburður þess hvernig við getum sigrað sjálfið. Traust Jesú á Föðurinn voru engin takmörk sett. Hlýðni Hans og sjálfsfórn var skilyrðislaus og algjör. Hann kom ekki til að verða þjónað heldur til að þjóna öðrum. Hann kom ekki til að gjöra sinn vilja heldur vilja þess er sendi Hann. Hann gaf sig algjörlega á vald hans, hvers dómar eru réttlátir. Jesús sagði: "Ég leita ekki míns vilja, heldur vilja þess sem sendi mig" (Jóh.5.30). Guð getur og vill gefa þjónum sínum allan þann kraft og vísdóm sem þeir þurfa fyrir hvaða aðstæður sem er. Hann mun uppfylla allar væntingar þeirra sem á hann treysta.
Lítum nú á nokkur dæmi úr náttúrunni sem lýsa hinnu kristnu göngu. Þegar sáðkorn er gróðursett í jörð, þá verður stöðugur vöxtur ef sáðkornið fær vatn, nægan hita og sólarljós. Spírun sáðkornsins táknar upphaf hins andlega vaxtar, og þroski og vöxtur plöntunnar er falleg táknmynd göngu hins kristna. Göngu hins kristna má líkja við vöxt plantna í náttúrunni: Ekkert líf er án vaxtar. Annaðhvort verður plantan að vaxa eða deyja. Alveg eins og plantan vex í kyrrþey, svo vöxum við á sama hátt í hinni kristnu göngu. Við þurfum að taka stöðugum framförum til að áætlun Guðs með okkur megi ná fram að ganga. Helgun hins kristna er lífstíðarverkefni. Er við lendum í hinum ýmsu aðstæðum munum við öðlast reynslu og meiri visku. Við munum fá styrk til að axla ábyrgð og við munum þroskast í samræmi við þau verkefni sem bíða okkar. En lítum nánar á vöxt hins kristna. Eins og planta þroskast og vex, svo er einnig með hinn kristna. Vöxtur plantna byggist á að taka við næringu sem Guð sér þeim fyrir. Plantan dreifir rótunum um moldina. Sólskinið, döggin og rigningin veita síðan nauðsynlega næringu og hressingu. Hún fær lífgefandi efni úr andrúmsloftinu. Á þennan hátt ætti hinn kristni að vaxa, í samstarfi með Guði. Þegar við gerum okkur grein fyrir hjálparleysi okkar, ættum við að nota hvert tækifæri til að öðlast meiri og dýpri reynslu. Eins og plantan festir sig með rótunum svo ættum við að vera „rótfest“ í Kristi. Eins og planta fær næringu frá sólskini,dögg og regni svo ættum við einnig að meðtaka úthellingu Heilags Anda inn í líf okkar.
Biblían hefur ekki mörg orð um æsku og unglingsár Jesú: En sveinninn óx og styrktist, fylltur visku, og náð Guðs var yfir honum, og síðar, og Jesús þroskaðist að visku og vexti, og náð hjá Guði og mönnum (Lúk.2.40,52). Hinn vitri Salómon gefur okkur innsýn í hvað viska er:
Orðsk 2:1-6 Son minn, ef þú veitir orðum mínum viðtöku og geymir boðorð mín hjá þér, svo að þú ljáir spekinni athygli þína, hneigir hjarta þitt að hyggindum, já, ef þú kallar á skynsemina og hrópar á hyggindin, ef þú leitar að þeim sem að silfri og grefst eftir þeim eins og fólgnum fjársjóðum, þá munt þú skilja, hvað ótti Drottins er, og öðlast þekking á Guði. Því að Drottinn veitir speki, af munni hans kemur þekking og hyggindi.
Jesús öðlaðist sína visku úr orði Guðs. Við ættum einnig að taka daglega frá tíma til bænar og rannsóknar á orði Guðs. Þetta mun auka þekkingu okkar á Guði og hjálpa okkur á hinni kristnu göngu.
Við finnum einnig í biblíunni einstök dæmi um hvernig við eigum að vera „í Kristi“. Jesús segir:
Jóh 15:4-5 Verið í mér, þá verð ég í yður. Eins og greinin getur ekki borið ávöxt af sjálfri sér, nema hún sé á vínviðnum, eins getið þér ekki heldur borið ávöxt, nema þér séuð í mér. Ég er vínviðurinn, þér eruð greinarnar. Sá ber mikinn ávöxt, sem er í mér og ég í honum, en án mín getið þér alls ekkert gjört.
Alveg eins og greinin getur ekki vaxið eða borið ávöxt ef hún er tekin af stofninum, eins getum við ekki lifað Guði þóknanlegu lífi án Krists. Við vitum að örlög þeirrar greinar sem tekin er af stofninum er dauði. Það sama mun gerast með okkur ef við höldum ekki stöðugu sambandi við Krist – okkar andlega líf mun fjara út. Þegar það gerist mun okkur skorta kraft til að standast freistingar eða vaxa í náð og heilagleika. En þegar við erum stöðug í Kristi blómstrum við og erum hamingjusöm. Er við þiggjum næringu frá Honum, þá munum við ekki visna eða vera án ávaxta, heldur vera eins og tré sem gróðursett er við fljótandi á. Þeir eru margir sem hafa meðtekið frelsunargjöf Krists, en hafa svo reynt, í eigin mætti, að lifa réttlátu lífi. Öll slík viðleitni er dæmd til að mistakast. Við lásum rétt áðan að „án mín getið þér ekkert gjört". Vöxtur okkar í náð, hamingja okkar, og allar okkar góðu gjörðir, allt byggist á sambandi okkar við Guð. Það er í gegnum samneyti við Hann, hvert einasta augnablik, að við vöxum í náð. Hann á ekki aðeins að fylla hugi okkar að morgni dags, heldur að vera stöðugur hluti af okkur. Þá munum við vaxa eins og sáðkorn og að lokum verða að fullvaxta plöntu sem verður tilbúin til að verða upp skorin þegar Kristur kemur (Opb.14.13-15; 1. Þess.4.15-17).
En spyrja má: Hverning er maður stöðugur í Kristi ? Á sama hátt og þú tókst við Honum. Ritað er: Þér hafið tekið á móti Kristi, Drottni Jesú. Lifið því í honum (Kól.2.6). Hinn réttláti mun lifa fyrir trú (Heb.10.38). Nú hefur þú gefist Guði að fullu og öllu, ákveðið að þjóna honum og tekið við honum sem frelsara lífs þíns. Þú varst ekk fær um að friðþægja fyrir syndir þínar, breyta hugsunum þínum eða hjartalagi. Jesús gerði þetta fyrir þig og þú tókst við því í trú. Fyrir trú ert þú orðin(n) Hans eign og fyrir trú átt þú að vaxa í Honum með því að gefa og þiggja. Þú verður að helga Honum allt þitt líf , hjartanu, viljanum, þjónustunni, gefast Honum algjörlega til að halda Hans boðorð. Kristur er uppspretta allra blessana. Leyfðu Honum að dvelja í þér og vera styrkur þinn, réttlæti þitt, þín eilífa hjálp til að þú megir öðlast kraft til að lifa í hlýðni.
Jesús sagði: „Ef þér elskið mig, munuð þér halda boðorð mín" (Jóh.14.15). Jóhanes, hinn elskaði lærissveinn, sagði einnig:
1Jóh 5. 2-3 Að vér elskum Guðs börn þekkjum vér af því, að vér elskum Guð og breytum eftir boðorðum hans. Því að í þessu birtist elskan til Guðs, að vér höldum hans boðorð. Og boðorð hans eru ekki þung,
Margir kalla þetta lögmálsþrælkun. Samt sem áður er þetta biblíuleg kenning. Það er lögmálsþrælkun þega við reynum að halda boðorð Guðs í eigin mætti. Þegar við verðum meðvituð um þá fórn sem Jesús færði fyrir okkur, þá mun vakna hjá okkur löngun til að halda hin tíu einföldu boðorð, sem Guð gaf okkur til að tryggja fullkomið samband milli Guðs og manna. Það er ógjörningur að halda boðorðin í eigin mætti, en þegar Heilagur Andi hefur tekið sér bólfestu í okkur, þá gefur hann okkur allan nauðsynlegan kraft til að halda boðorðin tíu eins og þau hljóma frá Sínaí (2.Mós.20.3-17). Trúir þú því ?
Trúir þú að Kristur sé sterkari en Satan ? Trúir þú að þegar Jesús segir : „Allt vald er mér gefið á himni og jörðu“ (Matt.28.18), að Hann muni útdeila þessu valdi ? Rétt fyrir himnaförina sagði Jesús lærissveinum sínum:
Post 1:8 En þér munuð öðlast kraft, er heilagur andi kemur yfir yður, og þér munuð verða vottar mínir í Jerúsalem og allri Júdeu, í Samaríu og allt til endimarka jarðarinnar.
Páll segir einnig:
1Kor 10:13 Þér hafið ekki reynt nema mannlega freistingu. Guð er trúr og lætur ekki freista yðar um megn fram, heldur mun hann, þegar hann reynir yður, einnig sjá um, að þér fáið staðist.
Pétur og postularnir sögðu:
Post 5:32 Vér erum vottar alls þessa, og heilagur andi, sem Guð hefur gefið þeim, er honum hlýða.
Í fjallræðunni sagði Jesús:
Matt. 7:21-21 Ekki mun hver sá, sem við mig segir: Herra, herra, ganga inn í himnaríki, heldur sá einn, er gjörir vilja föður míns, sem er á himnum.
Og einnig:
Heb 5:9 Þegar hann var orðinn fullkominn, gjörðist hann öllum þeim, er honum hlýða, höfundur eilífs hjálpræðis.
Þessi vers sýna okkur að Heilagur Andi verður gefinn þeim sem hlýða og gera Hans vilja og það er Guð sem ákveður hverjum Hann gefur af anda sínum. Ímyndið ykkur þá uppsprettu máttar sem stendur þeim til boða sem samstarfa með Guði.
Á Hvítasunnudag var Heilögum Anda úthellt yfir lærissveinana í miklu magni. Þeir boðuðu fagnaðarerindið með miklum krafti og starf Guðs fékk mikinn framgang. Á þessum síðustu tímum mun Andanum aftur verða úthellt í miklu magni yfir Guðs fólk. Þá mun boðskapur englanna þriggja, sérstaklega hins þriðja (Opb.14.9), verða fylgt eftir með háu hrópi um að koma út úr Babýlon (Opb.18.4). Það er núna sem við eigum að undirbúa okkur fyrir úthellingu Andans - síðara regnið. Það er núna sem við þurfum að auðmýkja okkur frammi fyrir Guði, játa syndir okkar og leggja þær við fætur Jesú svo við getum tekið við þessari sérstöku blessun og orðið hluttakendur í lokastarfinu. Ef við kjósum ekki að gefast Kristi að fullu og öllu mun Andanum verða úthellt yfir þá sem eru í kringum okkur en ekki okkur sjálf.
Við lásum hér á undan að Jesús er réttlátur og að allir þeir sem taka við Honum í trú sem frelsara sínum munu taldir réttlátir vegna Hans. En við sáum einnig að við munum , fyrir kraft Andans, lifa réttlátlega. Lítum nú á nokkur vers hvað þetta varðar. Páll ritar:
Post 10:35 Hann tekur opnum örmum hverjum þeim, sem óttast hann og ástundar réttlæti, hverrar þjóðar sem er.
Á öðrum stað endurtekur Páll:
Róm 2:13 Og ekki eru heyrendur lögmálsins réttlátir fyrir Guði, heldur munu gjörendur lögmálsins réttlættir verða.
Jóhannes ritaði eftirfarandi;
1Jóh 2:29 Þér vitið, að hann er réttlátur. Þá skiljið þér einnig, að hver sem iðkar réttlætið, er fæddur af honum.
Og aðeins lengra lesum við:
1Jóh 3:7 Börnin mín, látið engan villa yður. Sá sem iðkar réttlætið er réttlátur, eins og Kristur er réttlátur.
Og áfram:
1Jóh 3:9 Hver sem af Guði er fæddur drýgir ekki synd, því að það, sem Guð hefur í hann sáð, varir í honum. Hann getur ekki syndgað, af því að hann er fæddur af Guði.
Jesús sagði við Nikódemus:
Jóh 3:5 Jesús svaraði: Sannlega, sannlega segi ég þér: Enginn getur komist inn í Guðs ríki, nema hann fæðist af vatni og anda.
Að lifa réttlátu lífi er ekki eitthvað sem við getum stært okkur af heldur er það Heilagur Andi sem starfar í okkur. Guði sé dýrð fyrir alla hans hjálp! Við höfum séð að við komumst ekki til himna án þess að taka í trú við réttlæti Jesú Krists. Afleiðing þess að taka við réttlæti Jesú er að Heilagur Andi kemur inn í líf okkar og hjálpar okkur að lifa réttlátu lífi. Hann hjálpar okkur að halda boðorð Guðs. Eitt af síðustu versum ritningarinnar hljóðar svo: Sælir eru þeir sem halda boðorð hans (ísl. þvo skikkjur sínar) (Opb.22.14).
Þessi vers skýra sig sjálf. Trú þín mun endurspeglast í verkunum. Jakob ritaði:
Jak 2:26 Eins og líkaminn er dauður án anda, eins er og trúin dauð án verka.
Hér lesum við um hina heilögu rétt fyrir endurkomu Jesú:
Opb 7:14 Og ég sagði við hann: Herra minn, þú veist það. Hann sagði við mig: Þetta eru þeir, sem komnir eru úr þrengingunni miklu og hafa þvegið skikkjur sínar og hvítfágað þær í blóði lambsins.
Og áfram: Opb 19:7-8 Gleðjumst og fögnum og gefum honum dýrðina, því að komið er að brúðkaupi lambsins og brúður hans hefur búið sig. Henni var fengið skínandi og hreint lín til að skrýðast í. Línið er réttlætisverk heilagra.
Þegar Jóhannes boðaði iðrunarskírn í eyðimörkinni, sagði hann við þá sem töldu sig búa yfir þekkingu. „Berið þá ávöxt samboðinn iðruninni“ (Matt.3.8). Jesús vill ekki að við séum aðeins heyrendur orðsins heldur einnig gjörendur (Jak.1.22). Fyrir kraft Heilags Anda munum við sýna í lífi okkar kærleika,kurteisi,hjálpsemi, miskunnsemi o.þ.h. Ávextir Andans munu vera ríkjandi í lífi okkar og móta okkur í mynd Jesú. Lyndiseinkunn okkar mun meir og meir líkjast lyndiseinkunn Jesú.
Við munum þá ganga veginn til heilagleika sem Jesús gekk, okkur til eftirbreytni (1.Pét.2.21).
Jesús krefst mikils af okkur, en í Hans mætti, getum við stöðugt orðið líkari Honum. Við getum verið fullkomin „innan okkar ábyrgðarsvæðis“ en samt munu vera tækifæri til aukins þroska (Matt.5.48). Pétur orðar það svo:
1Pét 1:14-16 Verið eins og hlýðin börn og látið eigi framar lifnað yðar mótast af þeim girndum, er þér áður létuð stjórnast af í vanvisku yðar. Verðið heldur sjálfir heilagir í allri hegðun, eins og sá er heilagur, sem yður hefur kallað. Ritað er: Verið heilagir, því ég er heilagur.
Rétt áður en Ísraelsmenn fóru inn í fyrirheitna landið –Kanan – ávarpaði Jósúa lýðinn með þessum orðum:
Jós 3:5 Þá sagði Jósúa við lýðinn: Helgið yður, því að á morgun mun Drottinn gjöra undursamlega hluti meðal yðar.
Tímanna tákn sýna okkur ljóslega að endurkoma Drottins er fyrir dyrum.Við erum við landamæri hins himneska Kanan, og erum staðfastlega áminnt um að helga líf okkar því við munum brátt hitta konung konunganna og Drottinn drottnanna. Við getum ekki helgað okkur sjálf. En með stöðugu sambandi við Krist og með hjálp Andans til að lifa samkvæmt vilja Guðs, munum við taka framför í helgun. Aðeins hinir hjartahreinu munu sjá Guð. Pétur ritar:
2Pét 3:13-14 En eftir fyrirheiti hans væntum vér nýs himins og nýrrar jarðar, þar sem réttlæti býr. Með því að þér nú, þér elskuðu, væntið slíkra hluta, þá kappkostið að vera flekklausir og lýtalausir frammi fyrir honum í friði.
Í fjallræðunni sagði Jesús:
Matt 5:8 Sælir eru hjartahreinir, því að þeir munu Guð sjá.
En áður en Jesús kemur aftur verður þrengingartími. Eins og öllum ætti að vera ljóst eigum við í stríði – við erum bardagamenn í andlegu stríði. Þetta er stríð milli holdsins og andans, milli Satans og Guðs. Sálfræðileg og andleg barátta sem fólk á í, gera þetta stríð sýnilegra. Ritningin lýsir því svo:
1.... 2Kor 10:3-5 Þótt vér lifum jarðnesku lífi, þá berjumst vér ekki á jarðneskan hátt, því að vopnin, sem vér berjumst með, eru ekki jarðnesk, heldur máttug vopn Guðs til að brjóta niður vígi. Vér brjótum niður hugsmíðar og allt, sem hreykir sér gegn þekkingunni á Guði, og hertökum hverja hugsun til hlýðni við Krist.
2.... Efe 6:11-18 Klæðist alvæpni Guðs, til þess að þér getið staðist vélabrögð djöfulsins. Því að baráttan, sem vér eigum í, er ekki við menn af holdi og blóði, heldur við tignirnar og völdin, við heimsdrottna þessa myrkurs, við andaverur vonskunnar í himingeimnum. Takið því alvæpni Guðs, til þess að þér getið veitt mótstöðu á hinum vonda degi og haldið velli, þegar þér hafið sigrað allt. Standið því gyrtir sannleika um lendar yðar og klæddir brynju réttlætisins og skóaðir á fótunum með fúsleik til að flytja fagnaðarboðskap friðarins. Takið umfram allt skjöld trúarinnar, sem þér getið slökkt með öll hin eldlegu skeyti hins vonda. Takið við hjálmi hjálpræðisins og sverði andans, sem er Guðs orð. Gjörið það með bæn og beiðni og biðjið á hverri tíð í anda. Verið því árvakrir og staðfastir í bæn fyrir öllum heilögum.
3.... Opb 12:17 Þá reiddist drekinn konunni og fór burt til þess að heyja stríð við aðra afkomendur hennar, þá er varðveita boð Guðs og hafa vitnisburð Jesú. Konan er hér tákn fyrir Guðs fólk/ kirkju Hans/ fylgjendur Hans 2. Kor.11.2
4....Einkenni fylgjenda Guðs, sem verða hvattir eins og aðrir til að taka við merki dýrsins við lok tímanna, er lýst með þessum orðum: Opb 14:12 Hér reynir á þolgæði hinna heilögu, þeirra er varðveita boð Guðs og hafa trú Jesú.
5.... Í síðustu bók biblíunnar, Opinberunarbókinni, sá Jóhannes í sýn fjölda fólks rétt fyrir endurkomuna sem hafði unnið sigur. Þeir voru á leið til himna. Þeir höfðu barist og haft sigur yfir dýrinu, merki þess og yfir líkneski dýrsins og tölu dýrsins. Ritað er: Opb 15:2 Og ég leit sem glerhaf eldi blandið, og ég sá þá, sem unnið höfðu sigur á dýrinu og líkneski þess og á tölu nafns þess, standa við glerhafið og halda á hörpum Guðs.
6.... Biblían lýsir hinum síðasta, sigrandi hópi á þennan hátt: Opb 14:1-5 Enn sá ég sýn: Lambið stóð á Síonfjalli og með því hundrað fjörutíu og fjórar þúsundir, sem höfðu nafn þess og nafn föður þess skrifað á ennum sér. Og ég heyrði rödd af himni sem nið margra vatna og sem gný mikillar þrumu, og röddin, sem ég heyrði, var eins og hörpuhljómur hörpuleikara, sem slá hörpur sínar. Og þeir syngja nýjan söng frammi fyrir hásætinu og frammi fyrir verunum fjórum og öldungunum. Og enginn gat numið sönginn nema þær hundrað fjörutíu og fjórar þúsundir, þeir sem út eru leystir frá jörðunni. Þetta eru þeir, sem ekki hafa saurgast með konum, því að þeir eru sem meyjar. Þeir fylgja lambinu hvert sem það fer. Þeir voru leystir út úr hóp mannanna, frumgróði handa Guði og handa lambinu. Og í munni þeirra var enga lygi að finna, þeir eru lýtalausir.
Aðeins leifar af Guðs fólki munu frelsast (Jes.10.20-22; Mík.2.12; Opb.12.17; Róm.11.5; Róm.9.27). Ritningin segir að þessir muni frelsast – þeir sem halda boð Guðs og hafa trú Jesú (Opb. 14.12) Spurningin sem brennur á okkur er því þessi: Ert þú tilbúin(n), fyrir náð Guðs , að halda boð Guðs og hafa trú Jesú ? Frelsun er persónuleg upplifun. Við frelsumst eða glötumst sem einstaklingar, ekki sem hópar eða kirkjudeildir. Ef þú hefur ekki nú þegar gefist Kristi að fullu þá stendur boð Krists enn:
Opb 3:20-21 Sjá, ég stend við dyrnar og kný á. Ef einhver heyrir raust mína og lýkur upp dyrunum, þá mun ég fara inn til hans og neyta kvöldverðar með honum og hann með mér. Þann er sigrar mun ég láta sitja hjá mér í hásæti mínu, eins og ég sjálfur sigraði og settist hjá föður mínum í hásæti hans.
Jesús hefur sigrað. Við getum einnig sigrað ef við tökum við frelsunargjöf Krists. Ákveðum að taka við henni núna. Í dag er dagur náðar, dagur frelsunar. Við vitum ekki hvað morgundagurinn ber í skauti sér. Því lengur sem við drögum að taka við þessu boði Jesú, þeim mun ónæmari verðum við fyrir nauðsyn þess að taka rétta afstöðu. Þess vegna hvetur Páll okkur:
Post 22:16 Hvað dvelur þig nú? Rís upp, ákalla nafn hans og lát skírast og laugast af syndum þínum.
Lokabarátta þessa heims er einnig nefnd Harmgedón. Opinberunarbókin lýsir hinum stríðandi fylkingum: Öll hin spilltu öfl jarðarinnar – drekinn, dýrið og falsspámaðurinn – eru öðrum megin. Kristur og þeir sem hafa íklæðst réttlætisskrúða Hans eru hinum megin (Opb.16.12-16). Í næsta kafla sjáum við lýsingu á sömu baráttu. Þar eru hin spilltu öfl þessa heims – þau sem standa gegn lögum Guðs eins og þau koma fyrir í 2.Mósebók, 20.3-17, að berjast gegn Kristi og fylgjendum Hans (Opb.17.14).
Mættum við vera meðal þeirra sem fylgja Lambinu (Kristi) hvert sem það fer. Það þýðir að við, ásamt hinum heilögu allra alda, munum fljótlega upplifa endurkomu Jesú Krists í skýjum himinsins (Jóh.14.1-3; Opb.1.7; 1.Þess.4.15-17; 1.Kor.15.51-54). Þá munum við hrópa með upplyftum höndum: Sjá, þessi er vor Guð, vér vonuðum á hann, að hann mundi frelsa oss. Þessi er Drottinn, vér vonuðum á hann. Fögnum og gleðjumst yfir hjálpræði hans (Jes. 25.9).
Vertu öflugt vitni
Um leið og við gerum okkur grein fyrir hjálpræðisgjöf Krists, og upplifum fyllra líf í Kristi, munum við finna fyrir þörf til að deila gleðifréttunum með öðrum. Enginn sannkristinn einstaklingur mun fara hljótt með þennan boðskap. Hið heilaga boð kemur frá Kristi sjálfum:
Matt 28:18-20 Og Jesús gekk til þeirra, talaði við þá og sagði: Allt vald er mér gefið á himni og jörðu. Farið því og gjörið allar þjóðir að lærisveinum, skírið þá í nafni föður, sonar og heilags anda, og kennið þeim að halda allt það, sem ég hef boðið yður. Sjá, ég er með yður alla daga allt til enda veraldar.
Við erum hvött til að segja hverjum sem við hittum frá fagnaðarboðskapnum. Jesús sjálfur, ljós heimsins lýsir því svo:
Matt 5:14-16 Þér eruð ljós heimsins. Borg, sem á fjalli stendur, fær ekki dulist. Ekki kveikja menn heldur ljós og setja undir mæliker, heldur á ljósastiku, og þá lýsir það öllum í húsinu. Þannig lýsi ljós yðar meðal mannanna, að þeir sjái góð verk yðar og vegsami föður yðar, sem er á himnum.
Við lifum á hinum síðustu tímum og höfum sérstakan boðskap að flytja heiminum. Þennan boðskap finnum við í Opinberunarbókinni 14.kafla, versum 6-12 og einnig í 18.kafla, 4.versi. Þetta er aðvörunar – og frelsunarboðskapur sem á að hljóma til alls heimsins. Boðskapur fyrir okkar tíma. Guð mun tryggja að þessi boðskapur muni hljóma, og margir eru nú þegar að boða hann í gegnum útvarp, sjónvarp, vídeó, internetið, bækur og bæklinga sem og opinbera fundi. Hreyfing er farin af stað sem enginn getur stöðvað. Þú þarft aðeins að tryggja að þú sért með í för því það er mjög spennandi og gefandi að starfa fyrir Drottinn. Og það sem meira er, Guð mun gefa þeim af anda sínum sem Honum hlýða (Post.5.32). Samkvæmt Ritningunni mun verkinu ljúka í skyndi (Róm.9.28), eins og jóðsótt sem kemur yfir þungaða konu (1.Þess. 5.3). Við erum stödd á þeim tíma í sögunni þar sem við sjáum með eigin augum hvernig starfið breyðist hratt út. En gleymum ekki hinu venjulega fólki sem er kannski að vinna mikilvægasta verkið. Það eru þeir sem ganga hús úr húsi, lesa með öðrum úr Ritningunni eða halda fundi þar sem fjölmiðlar, útvarp og sjónvarp nást ekki. Mættir þú vera í þeim hópi sem flytur þennan síðasta viðvörunar – og náðarboðskap til heimsins. En það er nú sem við þurfum að ganga til verks. Sýndu að þér er annt um aðra. Taktu þátt í að hjálpa fólki að flýja frá ríki myrkursins yfir til ríkis vonar, framtíðar og eilífs lífs – ríkis ljóssins. Megi Guð vera með þér.
Náð sé með yður, Bente og Abel Struksnes