[Back to the Main Page!]

forsideKbKIsl.jpgStríð og ólga, ofbeldi og morð, hungur og neyð, flóð, fellibyljir og jarðskjálftar.... þetta er ekkert nýtt. Samt sem áður þarf núlifandi  kynslóð að takast á við ný og erfið viðfangsefni.  Umhverfisvandamál, erfðabreytingar, veðurfarsbreytingar, sjúkdóma í dýrum o.fl.  Mörg okkar munu einnig sjá að samfélagið er að fjarlægjast viss siðferðisgildi.

Margir eru einir og hjálparvana, en ættum við ekki að spyrja okkur sjálf:  Af hverju er þetta allt að gerast núna?

Það er ástæða fyrir þessari þróun.  Góðu fréttirnar eru að það er til lausn á vandanum. Lausnina er samt ekki að finna hjá pólitíkusum eða trúarleiðtogum.  Sagan sýnir okkur að þrátt fyrir friðarsáttmála og viljayfirlýsingar þá breytist mannshjartað ekki né þráin eftir völdum. 

Það á sér stað barátta milli góðs og ills, en þeirri baráttu mun senn ljúka.  Það er áform í gangi þrátt fyrir alla ringulreiðina.  Bók bókanna, biblían, gefur heilsteypta mynd af þeim kringumstæðum sem við lifum í.  Hún talar sérstaklega til þeirra sem leita sannleikans og vilja vita hvað framtíðin ber í skauti sér. 

Hingað til hafa allir spádómar biblíunnar ræst.  Þess vegna trúum við því að hinir síðustu spádómar muni einnig rætast.

Í Opinberunarbókinni eru margir spádómar sem eru að rætast í dag.  Við munum nú líta nánar á þá.

englebudKbKisl.jpgBoðskapur fyrsta engilsins

Í síðustu bók biblíunnar, Opinberunarbókinni, er að finna spádóma sem fræða okkur um söguna, nútímann og nánustu framtíð.  Þar er einnig að finna þrjú sérstök skilaboð sem við ættum að gefa gaum að.

Biblían segir að þessi skilaboð séu flutt af englum.  Gríska orðið fyrir engil, er ‘angelon’ sem þýðir sendiboði.  Englarnir þrír tákna því konur og menn sem starfa eftir vilja Guðs og munu flytja þennan boðskap, hið eilífa fagnaðarerindi, til endimarka jarðarinnar.  

Hið eilífa fagnaðaerindi

Hvert er hið eilífa fagnaðarerindi?  Við sjáum það í hnotskurn í Jóhannesarguðspjalli, 3. kafla og 16. versi: Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.

Við þekkjum öll biblíusöguna um Adam og Evu sem óhlýðnuðust og átu hinn forboðna ávöxt.  Þau höfðu verið vöruð við og vissu að þau myndu deyja.  Á bak við þessa einföldu sögu býr mikill harmleikur sem hefur haft áhrif á allt mannkynið.  Biblían segir: ,,Laun syndarinnar er dauði,” (Róm. 6.23) og hér er átt við endanlegan dauða.  Guð, skapari okkar, er uppspretta alls lífs og því var það að þegar forfeður okkar hunsuðu aðvaranir Guðs, þá yfirgáfu þau Lífgjafann.  En Guð elskar manninn.  Því ákvað Hann að taka sjálfur á sig dauðadóminn.  Hann sendi sinn einkason, Jesús Krist, sem var tilbúinn að taka út refsinguna fyrir okkur. 

En þó að Jesús sé Guð, gerðist Hann maður. (Jóh. 1.1-3,14 og Fil. 2.5-8). Sjálfur hefur hann þjáðst og hans verið freistað. Þess vegna er hann fær um að hjálpa þeim er verða fyrir freistingu. Og það var aðeins með syndlausu og réttlátu lífi að Hann gat tekið á sig syndir okkar, án þess að vera sekur sjálfur.  Kristur, með krafti Guðs, stóðst hverja synd. (Heb.2.17-18).

korsHann er sá eini sem þetta hefur gjört. (Róm. 3.23).  Að lokum gaf Hann sitt eigið líf á krossi til að leysa okkur úr greipum heljar.  Því ritað er:

Heb 9:22 Og samkvæmt lögmálinu er það nálega allt, sem hreinsast með blóði, og eigi fæst fyrirgefning án úthellingar blóðs.

Því er það okkar að taka á móti gjöf Krists fyrir trú.  Ef þú telur þig vera syndara, getur þú losað þig við þá byrði með því að koma til Krists. Því ritað er: 

1.Jóh 1:9 Ef vér játum syndir vorar, þá er hann trúr og réttlátur, svo að hann fyrirgefur oss syndirnar og hreinsar oss af öllu ranglæti.

Hver sem tekur við þessari réttlætingu fyrir trú mun frelsast. Eru það ekki góðar fréttir?

Óttist Guð og gefið honum dýrð

En lífið endar ekki þó að við tökum á móti Kristi.  Þá hefst lífið ‘í Kristi’.  Þá mun líf okkar bera vott um breytingu.  Biblían segir að við munum taka háttaskipti með endurnýjung hugarfarsins. (Róm. 12.2).  Það gerist þegar við játumst Kristi og  Heilagur Andi tekur sér bólfestu í hjarta okkar.  Þá munum við, fyrir hjálp Heilags Anda, ganga á vegum Guðs en ekki okkar eigin.  Þá munu eðlisþættir eins og kærleiki, gleði, friður, gæska og góðvild birtast í lífi okkar í stað fjandskapar, reiði og svalls... (Gal.5.16-26).  Án hjálpar Guðs er þetta ógjörningur, en með Hans hjálp megnum við allt.  Þegar þessi einkenni Guðs birtast í okkar lífi og eru vitnisburður fyrir samferðamenn okkar, þá erum við að gefa Guði dýrð.  Guð hefur gefið okkur fordæmi, og nú er það okkar, með Guðs hjálp, að klára verkið og opinbera eðlisþætti Guðs í lífi okkar og kenningum. (1.Pét.2.21 og Ef.3.10). 

naturAð lifa í Kristi og opinbera eðlisþætti Hans nær yfir vítt svið.  Jesús sagði: 

Matt. 16:24; Jóh 14:15 Þá mælti Jesús við lærisveina sína: Hver sem vill fylgja mér, afneiti sjálfum sér, taki kross sinn og fylgi mér. Ef þér elskið mig, munuð þér halda boðorð mín.

Sá sem hefur tekið á móti Jesú í trú, mun fúslega fylgja boðorðum Hans.  Boðorðin sýna hver Guð er og Hann hefur gefið okkur boðorðin tíu til að við mættum læra að tengjast Honum betur og einnig til að  vita hvernig við eigum að koma fram við hvert annað.

Í fyrsta Jóhannesarbréfi erum við prófuð.

1Jóh 2:3-6 Og á því vitum vér, að vér þekkjum hann, ef vér höldum boðorð hans.  Sá sem segir: Ég þekki hann, og heldur ekki boðorð hans, er lygari og sannleikurinn er ekki í honum.  En hver sem varðveitir orð hans, í honum er sannarlega kærleikur til Guðs orðinn fullkominn. Af því þekkjum vér, að vér erum í honum.  Þeim sem segist vera stöðugur í honum, honum ber sjálfum að breyta eins og hann breytti.  

Við gefum Guði einnig dýrð með því að hlýða Honum.
Þegar við skiljum að fullu þá fórn sem Guð færði til að bjarga okkur, þá mun það færa okkur gleði að fylgja boðorðum Hans.  Þá munum við gera það af kærleika og þakklæti, en ekki sem þrælar undir lögmáli, því Guð elskaði okkur að fyrrabragði. 
Þegar Jesús steig til himna sagði hann lærissveinum sínum: 

Post 1:8 En þér munuð öðlast kraft, er heilagur andi kemur yfir yður.

Þessi sami kraftur stendur okkur einnig til boða.  Alveg eins og Jesús þurfti á krafti Guðs að halda til að standast freistingar, munum við einnig geta staðist hverja freistingu. (Jóh.5.30 og 1. Kor.10.13).  Fylgjandi Krists mun ekki aðeins vera heyrandi orðsins heldur einnig gjörandi.  Sönn trú mun  opinberast í góðum gjörðum.  Gjörðirnar munu vera í samræmi við Guðs vilja.( Jóh. 1.22 og 2.13.-25,  sjá einnig 1.Jóh. 2.29).

Biblían sýnir ljóslega að Heilagur Andi verður gefinn þeim sem hlýða Guði. (Post.5.32).  Einnig sýnir hún að það er Heilagur Andi sem hjálpar okkur að hætta að syndga.  Loforð biblíunnar er:              

1Jóh 3:9 Hver sem af Guði er fæddur stundar ekki synd, því að það, sem Guð hefur í hann sáð, varir í honum. Hann getur ekki stundað synd, af því að hann er fæddur af Guði. (sjá einnig 2. Pét.1.4).

Þegar við trúum þessu loforði, munum við finna að okkur berst hjálp til að standast hverja freistingu sem á vegi okkar verður. 
Við vonum að þið munið upplifa þessa tengingu milli hins mennska og hins guðdómlega, því það er eitthvað sem þarf að gerast til að við getum heiðrað Guð í lífi okkar.

En hvað ef ég gleymi Guði og fell í freistni, gæti einhver spurt?  Þá erum það við sem höfum gleymt Guði, en ekki Guð okkur.  Þá er mikilvægt að leita aftur til Jesú.  Hann er reiðubúinn að taka á móti og fyrirgefa hverjum iðrandi syndara.  Heilagur Andi mun hafa þau áhrif á okkur að við viðurkennum syndir okkar, iðrumst, biðjumst fyrirgefningar og öðlumst frelsi fyrir Jesú Krist.
Því ritað er: 

bonn1Jóh 2:1-2 Börnin mín! Þetta skrifa ég yður til þess að þér skuluð ekki syndga. En ef einhver syndgar, þá höfum vér árnaðarmann hjá föðurnum, Jesú Krist, hinn réttláta.  Hann er friðþæging fyrir syndir vorar og ekki einungis fyrir vorar syndir, heldur líka fyrir syndir alls heimsins.

Þetta eru uppörvandi orð fyrir þá sem finna fyrir vanmætti sínum.  Ef þú ert í þeim hópi, máttu vita að Jesús er ávallt tilbúinn að taka á móti þér.  Það er engin önnur leið til frelsunar, nema í gegnum Krist.  Þess vegna segir Jesús:

Jóh 14:6 Jesús segir við hann: Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til föðurins, nema fyrir mig.

mosjonAð boða hið eilífa fagnaðarerindi og að gefa Guði dýrð, þýðir ekki aðeins að við þurfum á vissum tímapunkti að taka á móti Jesú sem persónulegum frelsara okkar, heldur einnig að við þurfum að lifa í Kristi og opinbera dýrð Hans í okkar daglega lífi.  Þegar við störfum með þessum hætti með hinum himneska krafti munum við öðlast þá hjálp sem við þurfum til að vera lifandi vitni fyrir Hann.  Og fyrir Hans náð munum við verða tilbúin þegar Kristur kemur að sækja okkur.  

Biblían hvetur okkur einnig til gefa Guði dýrð með líkama okkar.
Ritað er:

1Kor 6:19-20 Vitið þér ekki, að líkami yðar er musteri heilags anda, sem í yður er og þér hafið frá Guði? Og ekki eruð þér yðar eigin.  Þér eruð verði keyptir. Vegsamið því Guð með líkama yðar.

Er það ekki mikil áskorun fyrir okkur að líkama okkar skuli vera líkt við musteri?  Í Gamla testamentinu var musterið helgað Guði.  Á sama hátt ættum við að helga líf okkar Guði.  Með Guðs hjálp ættum við að gera allt sem í okkar valdi stendur til að fara vel með líkama okkar.  Við verðum að leita í hin upprunalegu, náttúrulegu meðul; hreint loft, sólarljós, hreyfingu, heilsusamlegt mataræði, hreinlæti, nægan svefn, hófsemi, nóg af hreinu vatni og traust á Guð. 

Þá munum við eiga fyllra líf, líkamlega,vitsmunalega og andlega.
Við gefum einnig Guði dýrð með því að hugsa vel um líkamann, og það ætti hver lærissveinn Krists að gera.
Við munum nú líta á seinni hluta boðskapar fyrsta engilsins, sem ætti að hljóma hátt nú á tímum. 

Komin er stund dóms hans 

Í Biblíunni er orðið ,,dómur” að sjálfsögðu sótt í málfar réttarfarsins og merkir þá athöfn að vinna bug á ranglætinu og bera réttlætið fram til sigurs og tryggja þannig rétt þess sem órétti hefur verið beittur. Kristur kom til þess að rétta hlut mannsins. Lúkas 18:7.

Biblían segir okkur að áður en Kristur kemur aftur, muni þegar ákveðið hverjir frelsast og hverjir ekki.  Í raun erum það við sem ákveðum hvorum hópnum við munum tilheyra.  Ritningin segir að nú þjóni Kristur sem æðsti prestur og meðalgangari okkar í hinum himneska helgidómi.  Til að skilja þá þjónustu sem þar fer fram höfum við líkan eða eftirmynd sem vert er að skoða, en það er hinn jarðneski helgidómur sem við lesum um í Gamla testamentinu.  Páll kallar hann skugga og eftirmynd hins himneska . (Heb.8.5).  Hann var aðeins líkan af hinum himneska helgidómi.  Við lesum um það í Hebreabréfinu  8. og  9. kafla. 

Dagleg þjónusta prestsins fór fram í fremra rými helgidómsins.  Það var kallað hið heilaga. (3.Mós.4. kafli).  Við lok hvers musterisárs, á friðþægingardaginn mikla, fór presturinn inn í innra rýmið, hið allra helgasta. (Heb.9.7).  Á táknrænan hátt, flutti fólk á tíma Gamla testamentisins syndir sínar inn í helgidóminn með blóðfórnum dýra.  Á þessum sérstaka degi, friðþægingardaginn mikla, var helgidómurinn hreinsaður af syndunum sem höfðu, táknrænt, verið fluttar inn í hann.  Þetta var dagur dóms þ.e.a.s. ;á þessum degi skal friðþægt verða fyrir yður til þess að hreinsa yður.  Af öllum syndum yðar skuluð þér hreinir verða fyrir Drottni. (3:Mós. Kafli 4 og 16).  Eftir að hinn iðrandi syndari hafði verið hreinsaður af allri synd fyrir fyrirgefninguna, var sjálfur helgidómurinn hreinsaður af vitnisburði syndanna með því að fortjaldið milli hins heilaga og hins allra helgasta var tekið niður og brennt.   Helgidómurinn var nú  á táknrænan hátt hreinn af synd.  Því næst  fór fram Laufskálahátíðin, en það var hátíð gleði og þakkargjörðar til að minna á útlegð hins kristna í þessum heimi og endursköpun himins og jarðar.

Þar sem helgidómsþjónustan í Gamla testamentinu var táknræn fyrir hina himnesku þjónustu, þá er nokkuð ljóst að það mun koma dagur dóms áður en hátíð gleði og þakkargjörðar fer fram, þegar Guð sameinast fólki sínu á endurskapaðri jörð undir nýjum himni þar sem friður og réttlæti búr um alla eilífð. 

Daníel spámaður talar sérstaklega um þennan dómsdag og hreinsun helgidómsins.
Í Daníel 8.14 er okkur tjáð að þessi tiltekni tími dóms hafi þegar verið ákveðinn á tímum Daníels.
Þetta er í samræmi við fyrirsögnina: Komin er stund dóms hans.
Hvenær mun þessi dómur þá byrja?  Daníel var tjáð að 2300 dagar myndu líða áður en  dómurinn hæfist. 
Í spádómum ritningarinnar táknar einn dagur eitt ár. (Esekíel 4.6).  Því erum við að tala um 2300 ár.

2300

Í Daníelsbók 9.25 er okkur bent á að upphaf  spádómsins um 2300 dagana sé tilskipun Artaxerxes I (464-424 f.Kr.) konungs yfir Persíu um endurreisn Jerúsalem og sagan segir okkur að sá atburður hafi átt sér stað um haust, árið 457 f.Kr.  Í Biblíunni er Artaxerxes nefndur Artahsasta.
Samkvæmt Daníelsbók 9.25-27, áttu fyrstu 483 árin af hinum 2300 árum að ná fram til skírnar og smurningar Jesú Krists af Heilögum Anda árið 27.e. Kr.  Til að fullna svo 2300 árin bætum við 1817 árum við og komum þá fram til ársins 1844.  Þá sagði engillinn Gabríel ,,mun helgidómurinn verða hreinsaður.’’ Ef við teljum 2300 ár áfram komum við fram til ársins 1844.  Samkvæmt þessum spádómi hófst friðþægingardagurinn mikli á himnum árið 1844.

Biblían segir okkur að dómurinn muni byrja á þeim sem hafa helgað sig Guði. (húsi Guðs 1.Pét.4.17). Athugið að orðið ,,kominn’’ í ofangreindum texta hjá Pétri er ekki að finna í frumtextanum.  Pétur er því einfaldlega að segja að dómurinn muni byrja á fólki Guðs á öllum öldum. Nöfn þeirra verða athuguð og líf þeirra skoðað í ljósi lögmáls Guðs (boðorðanna tíu), sem voru geymd í sáttmálsörkinni í innra rými helgidómsins, hinu allra helgasta. (Heb.9.3-4). 

Á tíma Gamla testamentisins þurfti að vera búið að játa allar syndir og ganga frá þeim, fyrir friðþægingardaginn mikla, til að hægt væri að friðþægja fyrir þær.
Á sama hátt verðum við að leggja okkar syndir fram fyrir Guð, til að Jesús geti friðþægt fyrir þær.  Þegar dómsdegi líkur á himnum, líkur náðartíma okkar.

Þetta mun gerast rétt áður en Jesús kemur aftur sem Drottinn og frelsari. Blóð Jesú mun aðeins hreinsa þá sem hafa iðrast synda sinna og beðið um fyrirgefningu syndanna í nafni Jesú Krists.  Allir aðrir munu glatast.  Þeir munu ekki taka á móti gjöf hjálpræðisins, þó að það sé Guðs vilji.  Dag einn verður of seint að leita fyrirgefningar og menn munu verða dæmdir eftir lögmáli réttlætisins þó að það verði Guði ekkert gleðiefni. 
Ritað er að þeim verði eytt í eldi og brennisteini (Opb. 20.12 og 21.8). 

Jesús er núna á himnum. (Jóh.14.1-3 og Post. 1.8-11) .  Jesús er frelsari okkar, en hann er einnig okkar dómari.   Það er hann sem ákveður hverjir munu frelsast og hverjir glat-ast.  Því vitum við að dómurinn mun verða réttlátur.  Eini möguleikinn til að standast í dóminum er að leggja syndir okkar á Jesú. 

Enginn veit hvenær Jesús líkur þjónustu sinni sem æðsti prestur og dómari í helgidóminum.  Enginn veit hvenær þessu lífi líkur.  Þess vegna megum við engan tíma missa.  Náðartíminn er núna.  Núna er Guð að biðja þig að lægja þig og leggja syndir þínar fyrir fætur Jesú.
Jesús segir:

Jóh 6:37 Allt sem faðirinn gefur mér, mun koma til mín, og þann sem kemur til mín, mun ég alls eigi brott reka.

Þannig er Jesús.  Þú getur alltaf leitað til hans.  Hann mun taka á móti þér og gefa þér frið og öryggi sem heimurinn getur ekki gefið.  Villt þú taka þessu boði?  Þú ræður, en ef þú svarar játandi munt þú aldrei sjá eftir því.  Mundu orð ritningarinnar:

Jóh 8:36; 2Kor 3:17 Ef sonurinn gjörir yður frjálsa, munuð þér sannarlega verða frjálsir. Drottinn er andinn, og þar sem andi Drottins er, þar er frelsi.

Við skulum ekki láta syndina ríkja í okkur og vera þrælar Satans.  Slíttu þig frekar lausan og vertu frjáls í Kristi.  Þá förum við frá dauðanum til lífsins.  Nú er tíminn til að taka ákvörðun, meðan enn er náðartími. (sjá bókina;  Deilan mikla). 
Seinni hluti boðskapar fyrsta engilsins hljómar nú með hárri röddu: 

vannTilbiðjið þann, sem gjört hefur himininn og jörðina og hafið og uppsprettur vatnanna.

Ritningin segir okkur að Guð hafi skapað himinn og jörð, hafið og allt sem í því er á sex dögum, og hvílst á hinum sjöunda degi.  Og Guð blessaði hinn sjöunda dag og helgaði hann (1.Mós.2.1-3).

Í 2. Mósebók , 20. kafla, versum 8-11, finnum við boðorðið um hvíldardaginn.  Þar erum við einnig hvött til að tilbiðja Skaparann.  Hvíldardagurinn, eins og Biblían kallar hann, hefur verið tekinn frá til að við getum, á sérstakan hátt, varið tíma í að tilbiðja, lofa og kynnast skapara okkar.  Við munum kynnast Guði betur er við rannsökum orð Hans og í gegnum sköpun Hans.  Þó að náttúran sé öll úr skorðum vegna syndarinnar, sjáum við enn mikla fegurð í kringum okkur.  Eftir því sem við lærum meira um sköpun Guðs, því meir munum við dást að Skaparanum. 

Við getum ekki annað en hrifist af fegurð náttúrunnar.  Virðið fyrir ykkur blóm, lítið skordýr, hund eða manneskju.  Allt er gert af svo mikilli nákvæmni og í svo miklu samræmi.

Það er sorglegt að til sé fólk sem er hætt að trúa því að Guð er skaparinn.  Á nítjándu öld kom Charles Darwin fram með kenninguna um uppruna tegundanna.  Því miður hafa margir látið blekkjast af þessari manngerðu kenningu um þróun, sem er stöðugt lætt inn í bækur og kennsluefni grunnskóla og háskóla. 

Við skulum upphefja og tilbiðja skapara sem skapaði á sex dögum og hvíldist þann sjöunda fyrir um 6000 árum, en ekki menn eða afvegaleiðandi kenningar manna um uppruna lífsins. 

Hann hefur skapað allt svo ótrúlega fallegt fyrir okkur.  Ef þú ert enn í vafa um hvort Guð sé skaparinn, prófaðu að loka augunum í einn dag og ímynda þér hvað sjónin hefur mikið að segja fyrir allt líf okkar.  Á sama hátt eru útlimir okkar nauðsynlegir til að við séum starfhæf.  Og að lokum skulum við þakka Kristi Jesú fyrir lífið.  Biblían orðar það svona:

Kól 1:17 Hann er fyrri en allt, og allt á tilveru sína í honum. (Jóh 1.1-3,14 og 1.Mós. 1.26).

Ef allir hefðu gefið sér tíma til að tilbiðja Guð á þeim degi sem Hann gaf til helgihalds, væru engir þróunarsinnar eða guðleysingjar til í dag.  Guð blessar ríkulega þá sem tilbiðja Hann í anda og sannleika.

Boðskapur annars engilsins

”Og enn annar engill kom á eftir og sagði: Fallin er, fallin er Babýlon hin mikla, sem byrlað hefur öllum þjóðum af reiði-víni saurlifnaðar síns.” Opb 14:8

Fallin er, fallin er Babýlon. 

Hver er Babýlon?  Og hver er skækjan
Í Opinberunarbókinni, 17.kafla  er skækjunni lýst.  Hún hefur mörg einkenni þannig að auðvelt er að þekkja hana.  Þér kann að finnast það hart ef þú ert að heyra það í fyrsta skipti en öll einkennin passa við kaþólsku kirkjuna.  Að sjálfsögðu eru margir trúir einstaklingar í þeirri kirkju, og við erum ekki að dæma þá.  En við erum kölluð til að vara þá, sem og aðra, við því kerfi og þeim kenningum sem kirkjan byggir á.  Ástæðan fyrir þessari aðvörun er biblíulegt boð og það að kenningar kerfisins falla ekki að hinum skýru textum ritningarinnar.  Einnig passa öll einkenni og tákn skækjunnar, í biblíunni, við þetta kerfi. (Opb. 17.5).

Eitt táknanna er:

Opb 17:5 Og á enni hennar var ritað nafn, sem er leyndardómur: Babýlon hin mikla, móðir hórkvenna og viðurstyggða jarðarinnar.

Kaþólska kirkjan kallar sig móðurkirkjuna.  Í bréfi til alheimssamtaka biskupa skrifar Joseph Ratzinger kardináli (páfi):’’ Það verður ávallt að vera skýrt, að hin heilaga, kaþólska og postullega alheimskirkja er ekki systir heldur móðir allra kirkna.’’  (Daily Telegraph, 4. september 2000).  Slíkar yfirlýsingar hjálpa til við að staðfesta að kaþólska kirkjan er uppfylling á Opinberunarbókinni17.5.

Í boðskap annars engilsins er einnig að finna hræðilegt ástand hins trúarlega heims.  Biblían segir okkur að skækjan eða Babýlon hin mikla muni afvegaleiða alla heimsbyggðina með óbiblíulegum kenningum sem nefndar eru saurlifnaðarvín.  Líklega er breytingin á boðorðunum tíu, eins og við finnum þau í 2.Mós. 20.3-17, ein mesta blekk-ing sem kaþólska kirkjan hefur framkvæmt í gegnum aldirnar.  Því miður hefur Lúterska (mótmælenda) kirkjan viðurkennt þessi fölsku boðorð í  kennisetningum sínum,og blekkt fólk með þeim.  (Sjá: Innsigli Guðs og merki dýrsins). 

Saurlifnaðarvín Babýlonar  

Kaþólska kirkjan, eða skækjan, (Opb.17.5) er einnig með margar aðrar óbiblíulegar kenningar eins og Maríutilbeiðslu, ódauðleika sálarinnar, sem er einnig að finna í spíritisma og hjá nýaldarhreyfingunni.  Margar nútímakirkjur viðurkenna kenningar spíritista.  Trú á kenningar spíritista, opnar leið fyrir afvegaleiðandi anda og kenningar sem eiga upptök sín hjá hinum illu öflum.  Eftir því sem nær dregur endalokunum munu áhrif illra engla verða sýnilegri í hinum ýmsu kirkjum. (5. Mós. 18.10-12.og 2. Þess. 2.9). 

oblat-Altarisgangan / Kvöldmáltíðin

Kaþólska kirkjan kennir að í hvert skipti sem presturinn lyftir upp og blessar brauðið og vínið, þá breytir hann því  í raun í líkama og blóð Jesú.  Síðan brjóta þeir brauðið og fórna þar með Kristi á ný, í hvert skipti sem þessi athöfn er viðhöfð.  Þess vegna er það kallað heilög messufórn.  Þetta er einn af hinum ógeðfelldu helgisiðum kaþólsku kirkjunnar.  Biblían segir okkur hins vegar að Kristi var fórnfært í eitt skipti fyrir öll og að við eigum að halda kvöldmáltíðina til að minnast þess sem Kristur gerði til að frelsa okkur.  (Heb.9.23-28 og 1.Kor.11.23.26). 
Það er margt sem bendir til þess að fráfall-in mótmælendakirkja muni fljótlega taka upp hina kaþólsku messufórn. 

-Samstarfsyfirlýsingar

Við höfum stiklað á stóru varðandi fals-kenningar ( saurlifnaðarvín) sem hafa smog-ið inn í aðrar kirkjur.  Það var sorgaratburður þegar Lúterska heimssambandið og kaþólska kirkjan komust að skriflegu samkomulagi, þann 31.október, 1999, varðandi réttlætingu.  Margir meðlimir Lútersku kirkjunnar vita ekki einu sinni hvað þetta samkomulag gengur út á, því það var aðeins fámennur hópur ráðamanna kirknanna sem kom þessu til leiðar í gegnum kirkjusamþykktir.  Hin sameiginlega yfirlýsing segir m.a. að við séum syndug og réttlát á sama tíma.  Hinsvegar segir Biblían að þegar við meðtökum réttlæti Krists, erum við ekki lengur syndarar, heldur réttlát. (1.Jóh.1.9 ).
Og það sem meira er, enginn myndi frelsast ef við værum ávallt syndarar.  Í biblíunni segir að ekkert óhreint skuli ganga inn í guðsríki, og einnig að Jesús hafi komið til að frelsa mannin frá synd en ekki í synd.  (Opb.21.27 og  Mat.1.21). 

-Réttlæti í gegnum sakramennti  

Í hinni sameiginlegu yfirlýsingu segir einng að hinir trúuðu séu fullkomlega réttlátir vegna miskunnar Guðs og  fyrir sakramenntin.  En við getum ekki tekið á móti fyrirgefningunni og orðið réttlát fyrir verk (sakramennti).  Þetta er kaþólsk kenning og á rætur sínar  að rekja til Trent ráðstefnunnar (Council of Trent) á 16.öld.  Af hverju hafa mótmælendur tekið upp þessa kaþólska stefnu?  Skírnin og kvöldmáltíðin, sem eru hluti af hinum svokölluðu sakramenntum, eru táknrænar athafnir.  Það er enginn annar en Kristur sem réttlætir og frelsar okkur.  Aðeins þegar við komum til Krists með syndir okkar, erum við réttlætt. 

barnedap-Barnaskírn

Í yfirlýsingunni segir einnig að; er við heyrum og trúum erum við réttlætt í skírninni.  Við vitum að bæði hjá kaþólikkum og mótmælendum er barnaskírnin frelsunaratriði.  En smábarn getur ekki átt (haft) trú, né geta aðrir trúað fyrir það.  Í biblíunni segir að trúin komi í gegnum boðun og að sá sem trúir og skírist muni frelsast.  (Róm. 10.17. og Mark. 16.16).  Skírnirn er samviskusáttmáli milli Guðs og manns (1. Pét.3.21), og smábarn getur ekki skilið meiningu eða innihald slíks sáttmála.  Menn verða fyrst að heyra fagn-aðarerindið og síðan að ákveða hvort þeir vilja gera þennan sáttmála við Guð.  Og vert er að geta þess að hin biblíulega skírn er í raun greftrun í vatni (niðurdýfingarskírn) þar sem maður, á táknrænan hátt, jarðsetur hið gamla synduga líf og rís síðan upp í Kristi. (Róm. 6.3-6).  

Samkirkjuhreyfingin 

Hin sameiginlega yfirlýsing er ruglingslegt plagg sem byggir ekki á ; svo segir Drottinn.  Nýlega hittust samtök Evrópukirkna (CEC)og samtök kaþólskra biskupa í Evrópu (CCEE) til að hefja undirbúning að nýju plaggi, Charta Oecumenica (skjal um samstarf kirkna).  Þetta plagg er í raun afrit af áætlun sem kaþólska kirkjan og jesúítar gerðu árið 1995 ( Frá allsherjarfundi jesúíta, 1995).  Fundargerð frá þeim allsherjarfundi sýnir að þeir stefna að algjörri sameiningu kirkna.  Og þeir vilja að þessi samtök verði undir kaþólsku kirkjunni.  Í þessu nýja plaggi (Charta Oecumenica) er þessi áætlun endurtekin.  Þar segir:  „Við munum starfa saman á öll-um þeim sviðum þar sem enginn djúpur trúarágreiningur veldur sundrungu, þar til við náum hinu setta marki að fullkominni sameiningu.“  Til að ná þessu markmiði munu fara fram samræður við aðrar kirkjur þar sem þær geta tjáð trúarskoðanir sínar.  Síðan verður lögð áhersla á það sem kirkjurnar eiga sameiginlegt og reynt að forðast það sem veldur sundrungu.  En sannur fylgjandi Krists mun ekki forðast að bera fram óþægilegan sannleik, heldur samstarfa með Guði, í bæn, á öllum sviðum. 
Charta Oecumenica plaggið mun einnig þrýsta á um samkirkjulega kennslu í kristinfræði, guðfræði og á öðrum sviðum menntunar.  Hvernig eigum við að vernda börnin okkar fyrir þessháttar áhrifum, sem eru innblásin af páfadómi og samkirkjuhreyfingunni.  
Charta Oecumenica plaggið mun einnig nota bænina til að hópa hinum kristnu undir merki samkirkjuhreyfingarinnar en ekki Biblíuna.  Þeir orða það á þennan hátt: „Að biðja saman er kjarni samkirkjuhreyfingarinnar.“  Það er nauðsynlegt að biðja til Guðs, en okkur skilst að það sé viss áætlun í gangi með þessa svokölluðu bænahópa. 
Þetta plagg leggur einnig áherslu á sameiginlega boðun í Evrópu, og að ekki megi taka meðlimi frá öðrum kirkjum.  Frelsi til að boða og kalla fólk út úr Babýlon verður afnumið, verði þessari  stefnu framfylgt.  Við verðum að berjast gegn þessu.  Með þessu plaggi, (Charta Oecumenica) er trúfrelsi í hættu.  Við nálgumst óðfluga mjög erfiða tíma.  Það er ljóst að þeir  (kaþólikkar/samkirkjuhreyfingin) njóta velþóknunar stóru kristnu safnaðanna, og þeir segja að það sé nauðsynlegt að gera skýran greinarmun á milli safnaða eða kirkna og sértrúarhópa.  Í stað þess að leyfa þessum kaþólsku, samkirkjulegu valdakerfum að flækja okkur í net sín, skulum við frekar feta í fótspor Páls og fylgja veginum sem aðrir kölluðu þó villu. (Post.24.14).  (Lesið meira um þetta í bæklingnum, Charta Oecumenica). 

chartaDætur hórkvenna  

Að framangreindu sjáum við að þær kirkjur sem ganga til samstarfs og skrifa undir samstarfsyfirlýsingar við kaþólsku kirkjuna, og halda í falskenningar, eru orðnar að dætrum hórkvenna. (Opinb. 17.5). 

Orðin Babel og Babelturn koma fyrst fyrir í biblíunni í 1. Mósebók, 10. og 11. kafla.  Nimrod réð þá ríkjum og það var undir hans stjórn sem Babelturninn var byggður.  Orðið Babel var upphaflega samnefnari fyrir uppreisn gegn valdi Guðs.  Maðurinn tók sér það leiðtogahlutverk sem tilheyrði Guði einum.  Fyrir vikið fór Babýlon að tákna móður allra falskra trúarbragða, en þau boða öll frelsun fyrir verk.  Á þeim tíma varð mikil samþjöppun valds og guðleysi, vantrú og ringulreið ríkti.  Þess vegna tengjum við Babýlon við ringulreið.  Orðið Babýlon þýðir ruglingur. 
Sömu einkenni fráfalls og ringulreiðar mátti einnig finna í borginni Babýlon sem var til um 600 f.Kr.  Það valdakerfi sem þá ríkti, ofsótti fólk Guðs og Biblían talaði til fólksins á þeim tíma með þessum orðum.

Jer 51:6,9 Flýið út úr Babýlon og hver og einn forði lífi sínu. Látið eigi tortíma yður vegna misgjörða hennar. Því að það er hefndartími Drottins, hann endurgeldur henni eins og hún hefir til unnið.  Vér ætluðum að lækna Babýlon, en hún var ólæknandi.      

Í orðatiltækinu Babýlon er fallin (Opinb. 14.8) er orðið Babýlon notað á táknrænan hátt.  Það táknar kirkju sem eitt sinn þekkti sannleikann en er nú fallin.  Þetta er táknmynd fyrir þá andlegu spillingu sem hefur hreiðrað um sig í kristindóminum.  Drottinn er að ásaka og áminna fráfallinn kristindóm og  hér er sérstaklega átt við mótmælendakirkjurnar. Það var  Marteinn Lúter sem leiddi siðbótina gegn valdi kaþólsku kirkjunnar, en í dag hafa mótmælendur snúið til baka til Rómar í hinum ýmsu grundvallaratriðum.  Við höfum litið á  nokkur dæmi um það, en við munum sjá að fráhvarfið nær víðar.

vatikanetÞess vegna stendur Babýlon fyrir fölsk trúarsamtök sem munu afvegaleiða fólk þessa heims.  Þessi fölsku trúarsamtök eru kaþólska kirkjan því hún hefur sömu einkenni og Babýlon.  Með tímanum hafa mótmælenda-kirkjurnar orðið líkari Babýlon og eru því orðnar hluti af Babýlon.  Biblían segir að fallið muni verða hátt, bæði fyrir kaþólsku og Lútersku kirkjurnar, og alla þá sem þeim fylgja.  Náin framtíð mun leiða þetta í ljós. 
Þrátt fyrir hið andlega myrkur og þann aðskilnað sem þessar kirkjur í Babýlon tákna, er þar að finna meirihluta hinna sönnu fylgjenda Krists.  Margir þeirra hafa ekki enn opnað augu sín fyrir hinum sérstaka sannleik okkar tíma.  Margir þeirra eru óánægðir og þrá meira ljós.  Árangurslaust leita þeir að  Kristi í kirkjum sínum. Eftir því sem þessar kirkjur fjarlægjast sannleikann og tengjast heiminum meir, þá verður munurinn á milli þessara hópa skýrari.  Að lokum verður algjör aðskilnaður.  Á endanum munu þeir sem elska Guð fram yfir allt annað ekki geta verið í samneyti við þá sem;

2. Tím. 3.5 ...hafa á sér yfirskin guðhræðslunnar, en afneita krafti hennar.          

Hvatning biblíunnar til okkar á þessum síðustu tímum er því skýr.

Opb. 18.1-4 Gangið út úr henni mitt fólk!

Sameining í Kristi

Samkirkjuhreyfingin reynir, í gegnum málamiðlanir og meirihlutastjórnun,að ná sáttum um mál sem valda ekki of miklum deilum, en hunsar síðan mikilvægari sannleiksatriði.  Biblían segir okkur hins vegar að orð Guðs eigi að vísa okkur veginn, og þá munum við ná að sameinast. 
Biblían boðar einingu, en sú eining verður að grundvallast á bibblíunni. Einingin verður að vera í Kristi. 
Jesús orðar þetta á þennan hátt: 

Jóh. 17.21-23 ...að allir séu þeir eitt, eins og þú faðir ert í mér og ég í þér, að þeir séu eitt eins og við erum eitt.  

Guðs fólk mun standa saman og ná einingu með og í Kristi.  Eining mun nást samkvæmt staðli Guðs, en ekki með málamiðlunum og meirihlutaatkvæðum sem í mörgum tilfellum byggja ekki á; svo segir Drottinn. 

Gangið út úr Babýlon

Bilían lýsir ástandi heimsins við lok tímanna á þennann hátt:

Opb 18:3 Því að hún hefur byrlað öllum þjóðum af reiðivíni saurlifnaðar síns, og konungar jarðarinnar drýgðu saurlifnað með henni og kaupmenn jarðarinnar auðguðust af gnóttum munaðar hennar.

Þetta er ógnvænlegt ástand, en það er ljós í myrkrinu.  Guðs fólk er ennþá í Babýlon og  það mun nú við endi daganna, standa frammi fyrir mikilli áskorun.  Upp mun rísa hreyfing, táknuð með engli.  Með hárri röddu verða syndir Babýlonar afhjúpaðar.  Boðskapurinn er þessi:

Opb 18:4 Og ég heyrði aðra rödd af himni, sem sagði: „Gangið út, mitt fólk, út úr henni, svo að þér eigið engan hlut í syndum hennar og hreppið ekki plágur hennar.

Þessi yfirlýsing, ásamt boðskap þriðja engilsins, verður síðasta aðvörunin sem mannkynið fær.  Ef þú telur þig tilheyra fólki Guðs, þá ættirðu að meðtaka þessa aðvörun og forðast (yfirgefa) blekkingar samkirkjuhreyfingarinnar. 

Nú munum við líta á síðustu skilaboðin sem verða kunngjörð rétt áður en náðartímanum líkur og endurkoma Krists verður að veruleika.

 

Boðskapur þriðja engilsins

”Á eftir þeim kom hinn þriðji engill og sagði hárri röddu: „Ef einhver tilbiður dýrið og líkneski þess og fær merki á enni sitt eða hönd sína,  þá skal sá hinn sami drekka af reiði-víni Guðs, sem byrlað er óblandað í reiðibikar hans, og hann mun kvalinn verða í eldi og brennisteini í augsýn heilagra engla og í augsýn lambsins.  Og reykurinn frá kvalastað þeirra stígur upp um aldir alda, og eigi hafa þeir hvíld dag eða nótt, þeir sem dýrið tilbiðja og líkneski þess, hver sá sem ber merki nafns þess.  Hér reynir á þolgæði hinna heilögu, þeirra er varðveita boð Guðs og trúna á Jesú.“ Opb 14:9-12

Innsigli Guðs eða merki dýrsins

Á þessum síðustu tímum mun valið snúast um merki dýrsins eða innsigli Guðs.   Þetta snýst um að hlýða Guði eða mönnum.  Guð hefur gefið okkur hið sýnilega merki innsiglunarinnar í fjórða boðorði hvíldardagsins.  Innsigli þarf að innihalda nafn og titil þess sem innsiglið gefur ásamt yfirráðasvæði viðkomandi.  Í hvíldardagssboðorðinu segir:

gudssegl2Mós 20:8-11 Minnstu þess að halda hvíldardaginn heilagan.  Sex daga skalt þú erfiða og vinna allt þitt verk,  en sjöundi dagurinn er hvíldardagur helgaður Drottni Guði þínum. Þá skalt þú ekkert verk vinna og ekki sonur þinn eða dóttir þín, þræll þinn eða ambátt þín eða skepnur þínar, eða nokkur útlendingur, sem hjá þér er innan borgarhliða þinna,  því að á sex dögum gjörði Drottinn himin og jörð, hafið og allt sem í þeim er, og hvíldist sjöunda daginn. Fyrir því blessaði Drottinn hvíldardaginn og helgaði hann.

Hér segir að nafn löggjafans er Drottinn.  Titill Hans er sá sem gjörði (skapaði) og yfirráðasvæðið er himinn og jörð og hafið og allt sem í þeim er.  Kaþólska kirkjan hefur tekið þennan texta algjörlega út úr kennslukverum sínum.  Það þýðir að versin sem sýna Guð sem löggjafann, hafa verið fjarlægð.

Með því að breyta boðorðunum í kennlsukverum sínum, hafa þeir sjálfir tekið sér vald löggjafans.    
Daníel spámaður talar um trúarkerfi sem mun hafa í hyggju að breyta lögum og tíðum. (Dan.7.25).  En þó að páfadómur hafi uppfyllt þennan spádóm með því að breyta boðorðunum, eru boðorð Guðs enn í fullu gildi.  Jesús segir:

Matt 5:17-18 Ætlið ekki, að ég sé kominn til að afnema lögmálið eða spámennina. Ég kom ekki til að afnema, heldur uppfylla.  Sannlega segi ég yður: Þar til himinn og jörð líða undir lok, mun ekki einn smástafur eða stafkrókur falla úr lögmálinu, uns allt er komið fram.  

Kaþólska kirkjan hefur ekki aðeins tekið burt nánast allan textann úr hvíldardagsboðorðinu heldur líka þau orð sem segja að við eigum að tilbiðja Guð á hinum sjöunda degi.  Ekki sunnudegi, fyrsta degi vikunnar, samkvæmt Biblíunni.  Því miður hafa Lútersku kirkjurnar fylgt í fótspor þeirrar kaþólsku hvað þetta varðar.  Þess vegna standa aðeins þessi orð í kennslukverum hinna Lútersku: „Halda skaltu hvíldardaginn heilagan.“ Hér stendur ekkert um það hvaða dagur er hvíldardagur, hver löggjafinn er, hvað þá Skaparinn.  Því hafa mótmælendakirkjurnar ákveðið að fylgja hinum falska hvíldardegi, gerðan af mönnum, í stað þess að halda hvíldardag Biblíunnar?  

Þessi breyting, frá hvíldardegi (sabbath) yfir í sunnudag, átti sér stað meira en 1000 árum fyrir tíma siðbótamannanna.  Í dag eru þeir fáir sem vita af þessari fölsun, og margir halda sunnudaginn heilagan í góðri trú, haldandi að það sé hvíldardagur biblíunnar.  En í þessu efni hafa prestarnir blekkt fólkið og ekki predikað hið hreina Orð eins og það kemur fyrir í biblíunni. 

Hvaða dagur er hvíldardagurinn?

En hvaða dagur er hinn biblíulegi hvíldardagur, gæti einhver spurt?  Í tengslum við dauða Jesú, greftrun Hans og upprisu, þá kallar Biblían daginn sem Jesús dó á aðfangadag eða daginn fyrir hvíldardaginn.  Við tölum einnig um föstudaginn langa.  Dagurinn sem Jesús reis upp á er kallaður fyrsti dagur vikunnar eða sunnudagur.  Dagurinn á milli þessara tveggja er kallaður sabbath eða hvíldardagur, sjöundi dagur vikunnar, laugardagur.  Jesús sem er herra hvíldardagsins, hvíldi í gröfinni á laugardeginum og reis upp að nyju á sunnudegi.  Samkvæmt biblíunni er því sunnudagurinn fyrsti dagur vinnuvikunnar.

Í biblíunni er tímabilið einn dagur, frá sólarlagi til sólarlags. (1.Mós.1.14-19; 3.Mós.23.32;  Neh. 13.16-21;  Lúk.23.54-56).  Hvíldardagur biblíunnar, sjöundi dagurinn, varir því frá sólarlagi á fös-tudegi til sólarlags á laugardegi. 
Í dag talar kaþólska kirkjan og margar mótmælendakirkjur um sunnudaginn sem Drottins dag.  En Biblían segir að hvíldardagurinn sé Drottins dagur en ekki sunnudagurinn. (Jes.58.13).  Þess vegna er laugardagurinn Drottins dagur, en ekki sunnudagurinn.  Í Opinberunarbókinni 1.10. er hvíldardagurinn kallaður hinn drottinlegi dagur af því að Jesús Kristur er herra eða drottinn hvíldardagsins.  Hvíldardagurinn tilheyrir því Kristi sem hinn drottinlegi dagur.  

Dies Domini (Dagur Drottins)

John Paul II páfi, viðurkennir í hirðisbréfi sínu frá í maí,1998, að laugardagurinn sé hinn upprunalegi hvíldardagur Guðs,  En hann segir einnig blátt áfram að hinir kristnu, sem boðuðu frelsi fyrir blóð Jesú Krists, töldu sig hafa vald til að færa helgi hvíldardagsins yfir á dag upprisunnar.  Páfinn talar einnig um andlegt og biskupalegt innihald sunnudagsins, eins og við höfum meðtekið það í gegnum erfðavenju.
„Sunnudagurinn er kaþólsk stofnun (hefð), og það er aðeins á kaþólskri forsendu (hefð) að hægt er að verja helgi hans.“ (The Catholic Press, Sidney, Australia, August 1900). 

Það ætti nú að vera ljóst að öll einnkennin sem Biblían gefur varðandi antikrist, eða Dýrið passa við páfadóm.  Siðbótamennirnir sögðu opinskátt að páfinn hefði öll einnkenni antikrists.  Þetta kom einnig fram í Ágsbúrg-arjátningunni, (Augsburg Confession of Beliefs, p.539).
Við höfum séð að kaþólska kirkjan hefur fjarlægt innsigli Guðs úr boðorðum sínum, og þeir segja á hinum ýmsu stöðum að sunnudag-urinn sé merki um vald þeirra og að þeir sem haldi sunnudaginn viðurkenni það vald. (H.F. Thomas, Chancellor of Cardinal Gibbons, and the Douay Catechism, p.59).

Kvöldmáltíðin og sunnudagshelgihald

Í hirðisbréfi sínu hvetur John Paul II, einnig presta til að halda kaþólska kvöldmáltíð ( messufórn), hvern sunnudag.  Þetta þýðir að hann hvetur fólk til að taka þátt í tveimur óbiblíulegum athöfnum á sama tíma. Að halda hina  heilögu messufórn á hinum falska hvíldardag,  Við sjáum nú hvert stefnir, því páfi segir í seinna bréfi sínu, Ad tuendam Fidem (Til varnar trúnni) 28.maí, 1998, að þeir sem halda ekki í hin kaþólsku gildi muni verða refsað sem trúvillingum.  Þetta hljómar eins og illir andar fortíðarinnar.  En óttist eigi.  Sá sem býr í skjóli Krists þarf ekki að óttast, því Kristur mun gefa fólki sínu styrk, jafnvel undir hótunum og ofsóknum. 

666
Tala dýrsins

Í bæklingi sem nefnist, Varist hnattvæðinguna og valdaöflin má finna 16 auðkenni á dýrinu.  Öll þessi einkenni passa við kaþólsku kirkjuna, einnig tala dýrsins, 666.  Biblían segir að þetta sé tala manns en ekki einhver strikamerking.  Þeir sem halda því fram, að þetta sé einhver örflaga eða strikamerking, eru að afvegaleiða fólk.  Það hefur ekkert með merki dýrsins að gera.  Það er hins vegar mögulegt að einhverskonar rafeindaskannar (til að auðkenna fólk) verði notaðir til að koma í veg fyrir, að fólk sem ekki tekur við merki dýrsins, geti keypt eða selt. 
En aftur að tölu dýrsins.  Biblían segir þetta vera tölu manns.  En hvaða maður er þetta? 

Allir páfar bera eftirfarandi titil; VICARIUS FILII DEI, sem þýðir; staðgengill sonar Guðs (Our Sunday Visitor, Catholic Weekly,Bureau of investigation, Huntington,Ind.18.april,1815.).  Latnesku stafirnir hafa viss tölugildi, og ef maður leggur áðurnefnd tölugildi saman fær maður út töluna 666.  (V=5;   U=5;    I=1,   C=100,   A=0,   R=0,   S=O;   L=50;   D=500;   E=0).  Útkoman er 666. 
Tala dýrsin, merki dýrsins og líkneski dýrsins eru aðeins þrjú af mörgum auðkennum dýrsins.  Öll þessi tákn verða að passa við tiltekið kerfi, og öll passa þau við páfakirkjuna.  Lúter og aðrir siðbótarmenn höfðu rétt fyrir sér þegar þeir sögðu að páfinn hefði merki antikrists. 

Á ennið eða á hendina

Biblían tjáir okkur að menn muni ann-aðhvort fá merki dýrsins á enni sitt eða  hönd sína. 
Ritað er:

Opb 13:16-17 Og það lætur alla, smáa og stóra, auðuga og fátæka og frjálsa og ófrjálsa, setja merki á hægri hönd sér eða á enni sín og kemur því til leiðar, að enginn geti keypt eða selt, nema hann hafi merkið, nafn dýrsins, eða tölu nafns þess.

Biblían útskýrir sig sjálf og við getum séð að enni hefur að gera með höfuð og hugann og hönd hefur  að gera með gjörðir okkar mannanna. (5.Mós. 6.6-9;  2.Mós. 13.8-10).  
Þegar sá tími kemur að merki dýrsins verður þvingað upp á fólk, munu þeir sem hafa fengið að vita hvert merkið er (þ.e. allir), en samt sem áður kjósa að halda hinn kaþólska sunnudag heilagan, fá á sig merki dýrsins.  Þeir sem fá merki á hönd sína munu sýna í verki hvert val þeirra er.  Þeir vinna á hvíldardegi Drottins, en hvílast á hinum falska hvíldardegi.  Í báðum tilvikum munu menn fá á sig merki dýrsins. 
Í stuttu máli sagt þá munu þeir sem fá á sig merki dýrsins taka sömu ákvörðun og dýrið, og standa á sama grundvelli, þ.e.a.s. í beinni andstöðu við Guð.
Á meðan flestir munu taka við þessu tryggðartákni við veraldleg öfl, og fá á sig merki dýrsins, mun lítill hópur kjósa tryggð við Guð og fá á sig innsigli Guðs. 
Aðvörun frá himnum hljómar til þeirra sem munu fá á sig merki dýrsins:

Opb 14:9-10 Á eftir þeim kom hinn þriðji engill og sagði hárri röddu: „Ef einhver tilbiður dýrið og líkneski þess og fær merki á enni sitt eða hönd sína,  þá skal sá hinn sami drekka af reiði-víni Guðs, sem byrlað er óblandað í reiðibikar hans, og hann mun kvalinn verða í eldi og brennisteini í augsýn heilagra engla og í augsýn lambsins.

En enginn er látinn kenna á reiði Guðs fyrr en honum hefur verið gerður ljós sannleikurinn og hugur hans og samviska hefur hafnað honum,  Margir eru þeir sem aldrei hafa átt þess kost að heyra hinn sérstaka sannleik þessa tíma.  Skuldbinding fjórða boðorsins hefur aldrei verið kynnt þeim í sínu rétta ljósi.  Sá sem les hvert hjarta og prófar hverja hvöt mun engann eftir skilja sem sannleikann vill þekkja þannig að hann fái ekki að kynnast því sem um er barist.  Skipunin er ekki birt fólki í blindni.  Hver  maður mun öðlast nægilegt ljós til að komast að skynsamlegri niðurstöðu sjálfur  (Deilan mikla, kafli 38, bls 417). 
Því miður munu margir láta undan þrýstingi frá yfirvöldum og fá á sig merki dýrsins.  Sumir af ótta við að missa vinnuna, en aðrir af ótta við að geta ekki keypt föt eða mat.  En sannir fylgjendur Guðs munu vera þess fullvissir að Kristur mun leiða þá í gegnum lokabaráttuna.(Jes.30.20. Sálm. 91) 

segllovHverjum villt þú þjóna?

Með þessum bæklingi hefur þér verið gefinn kostur á að velja hverjum þú villt þjóna;  Jesús Kristi sem stofnsetti hvíldardaginn, eða páfadómi sem hvetur til sunnudagshelgihalds.  Í þessu samhengi viljum við benda á að Kristur var sá sem skapaði. Ritað er um Krist:  Allir hlutir eru skapaðir af Honum. Jóh. 1.1-3,14.  Hann tók þátt í sköpun hvíldardagsins, og ritningin segir Jesús vera herra hvíldardagsins (Mark. 2.28 ).  Svo ef einhver hefur vald til að breyta hvíldardeginum er það Kristur.  En við getum ekki fundið eitt orð um þess konar breytingu í orðum Jesú.  Við lesum að ekki mun einn stafur eða stafkrókur falla úr lögmálinu (Mat. 5.18).  Biblían segir hins vegar að;

Heb. 13:8 Jesús Kristur er í gær og í dag hinn sami og um aldir.

Þetta vers sýnir okkur að boðorðin eru enn í gildi, þar með talið boðorðið um hvíldardaginn. 
Eftir stendur spurningin; Hvorum villt þú þjóna?  Þeim sem fylgja boðorðum, gerðum af mönnum og halda sunnudaginn, eða Guði þínum og halda Hans hvíldardag (laugardaginn). 
Samkvæmt ritningunni verður svar þitt við þessari spurningu, það sem baráttan á þessum síðustu tímum mun snúast um.
Muntu tilbiðja dýrið og fá á þig merki dýrsins þ.e. halda sunnudaginn eða tilbiðja Guð og þjóna Honum með því að halda hvíldardaginn heilagan? (Opb.13.15-17, og Opb. 14.9-12).

Eftir að málin hafa verið lögð fram, munu allir velja.  Þessi bæklingur er til þess gerður að hjálpa þér að velja en þú getur lesið þér frekar til varðandi þetta efni í bókinni; Deilan mikla eftir Ellen G. White.   Hvíldardagurinn verður hið mikla próf á hollustu, því þessi deila snýst nær eingöngu um sannleik og tilbeiðslu.  Þegar lokaprófið verður lagt fyrir mennina, mun markalína verða dregin milli þeirra sem þjóna Guði og hinna sem gera það ekki.  Viðurkenning á hinum falska hvíldardegi í samræmi við landslög en í mótsögn við fjórða boðorðið, verður hollustueiður við vald sem berst gegn Guði,en virðing fyrir hinum sanna hvíldardegi í samræmi við lögmál Guðs ber vott um trúnað við skaparann.  Sá hópur sem beygir sig undir jarðnesk yfirvöld mun fá á sig merki dýrsins, en hinir, sem skipa sér í sveit hins Guðlega valds munu fá á sig innsigli Guðs.        

Innsigli Guðs á ennið

Innsigli Guðs er að finna í boðorðinu um hvíldardaginn.  Biblían  segir einnig að hvíldardagurinn sé sambandstákn milli Guðs og hans fólks (Ese. 20.12,20).  Samt sem áður virðist sem þetta innsigli, sem hinir heilögu fá á enni sín rétt áður en átökum þessa heims líkur, sé háð persónulegu vali hvers og eins.   Þeir einir verða innsiglaðir sem munu standast og sigra í baráttunni við merki dýrsins.  
Innsigli Guðs er tákn um að Guð hafi lagt blessun sína yfir börn sín.  Ritningin segir okkur að þeir sem iðrast synda sinna og trúa á Jesús muni fá yfir sig innsigli Heilags Anda.  Hinn trúaði hefur því innsigli Heilags Anda svo lengi sem hann lifir í samræmi við Guðs vilja (Efe. 1.13 og Post. 5.32). 
En við skulum líta nánar á þá innsiglun sem engill Guðs mun framkvæma rétt fyrir endurkomuna.  Samkvæmt ritningunni mun engill Guðs setja innsigli á enni þeirra sem andvarpa og kveina yfir öllum þeim svívirðingum sem eru framdar af þeim sem teljast vera andlegir leiðtogar Guðs útvöldu.  Aðeins englar geta séð innsigli Guðs, ekki menn (Esekíel. 9.4-6).  Innsigli Guðs er staðfesting á sannleik, bæði vitsmunalega og andlega, til að Guðs fólk muni standa stöðugt (Opb. 14.1-6). 
Þeir sem beygja sig undir Guðs vilja og meðtaka kraft Heilags Anda, en treysta ekki á eigið sjálf, viðurkenna hið heilaga mót, og búa sig undir að taka við innsigli Guðs.  Þegar þeir fá innsiglið á enni sín, mun persónuleiki þeirra (eðli) vera hreinn og flekklaus um alla eilífð.  Þessi viðurkenningarstimpill Guðs, innsiglið, verður gefinn þeim sem hafa meðtekið kraft Heilags Anda, og fyrir vikið munu þeir ekki haggast.  Engin plága getur snert þá, né mennirnir skaðað þá.(Sálm.91).  Þeir eru tilbúnir að ríkja með Kristi þegar Hann kemur að sækja þá. 
Ritningin opinberar okkur einnig að merki dýrsins verði gefið, áður en náðartímanum líkur og fyrir endurkomu Krists (Opb. 13. 11-16). Við lesum áfram...

Opb 15:2 Og ég leit sem glerhaf eldi blandið, og ég sá þá, sem unnið höfðu sigur á dýrinu og líkneski þess og á tölu nafns þess, standa við glerhafið og halda á hörpum Guðs.

Jóhannes sá einnig þá sem unnið höfðu sigur á dýrinu, standa frammi fyri hásæti Guðs á himnum (Opb.4.2 og 7.9).  ÞEIR HÖFÐU SIGRAÐ.  Átökin voru á enda.  Hinir heilögu, sem eftir verða á lífi þegar Kristur kemur, munu hafa gengið í gegnum miklar raunir í tengslum við merki dýrsins. 
Okkar eilífa velferð snýst um hvort við veljum merki dýrsins eða innsigli Guðs.  Þetta er prófraunin sem Guðs fólk mun þurfa að ganga í gegnum áður en það verður innsiglað.  Allir þeir sem sýna í verki hollustu við Guð, með því að halda lögmál Hans og taka ekki við hinum falska hvíldardegi (sunnudegi), munu taka sér stöðu undir merkjum Guðs,og fá á sig innsigli Hans.  Þeir sem byrgja augu sín fyrir þeim sannleik, sem á uppruna sinn hjá Guði, og meðtaka sunnudaginn sem hvíldardag, munu fá á sig merki dýrsins. 
Núna er tími undirbúnings.  Innsigli Guðs verður aldrei sett á enni saurugs manns eða konu.  Það verður aldrei sett á enni þeirra sem elska heiminn eða hinna metorðagjörnu.  Ekki heldur þeirra sem mæla svik eða hafa svikult hjarta.  Þeir sem verða innsiglaðir þurfa að standa flekklausir frammi fyrir Guði. 

Sunnudagshreyfingin

Um heim allan er hreyfing í gangi til framgangs sunnudeginum.  Páfinn mun knýja fram helgihald sunnudagsins sem dag hvíldar.  Okkur er sagt af hinum kristna heimi að við þurfum að snúa aftur til boðorðanna tíu.  Hjá Evrópusambandinu reyna mótmælendur og kaþólikkar að finna einhver atriði sem þeir geta verið sammála um, og helgihald sunnudagsins er eitt af þeim atriðum.  Samtök trúarbragða í Evrópu (CEC), vilja sameiningu kirkna (trúarbragða) eftir kaþólskri fyrirmynd og lögð verður áhersla á sunnudaginn sem dag hvíldar.  Þegar Haraldur V. var krýndur konungur yfir Noregi, vildi hann að athöfnin færi fram á sunnudegi til að ýta undir helgihald þess dags.  Biskupar og prestar bíða eftir að teknar verði upp sunnudagahátíðir.  Sumir vilja fá öfluga hreyfingu til varnar deginum, á meðan aðrir vilja knýja fram refsingar við brotum á helgi dagsins.  Og til að gera daginn ennþá sérstakari í hugum fólks, sjáum við hvernig prestar og biskupar ganga í (eða tengjast) verkalýðsfélögum, umhverfisverndarsamtökum og hinum ýmsu iðnaðargreinum til að aðgreina  sunnudaginn enn frekar frá öðrum dögum vikunnar. Það getur verið að tilgangur þeirra sé göfugur í meginatriðum, að gera sunnudaginn  innihaldsríkari.  Öll þurfum við að hvíla okkur og slaka á, endurhlaða batteríin bæði andlega og líkamlega.  En ef kristnir einstaklingar ætla að halda hvíldardag, ætti það að vera dagur sem Skaparinn hefur blessað og helgað, sjöundi dagur vikunnar, hvíldardagurinn.  Og enginn ætti heldur að þurfa að halda hvíldardag sem yfirvöld hafa valið.  Það er einfaldlega rangt.  Hvíldardagshelgihald er eitthvað sem við ákveðum að gera, sjálfviljug, en ekki eitthvað sem hægt er að knýja fram eða þvinga fólk til að gera með landslögum.  En Biblían segir okkur að í þessu atriði verði samviskufrelsið vanvirt.  Við sjáum nú þegar undirbúning hafinn í þá átt. 

dyretsmerkeMerki dýrsins kemur         

Prófraunin varðandi merki dýrsins kemur þegar sunnudagshelgihald verður lögleitt í náinni framtíð. 
Nú þegar við vitum af þessari fölsun varðandi hvíldadaginn ættum við að taka afstöðu (Jakob 4.17).  Það er áríðandi að við felum okkur í skjóli Hins Hæsta til að Heilagur Andi geti starfað í okkur í þeim átökum sem framundan eru. 

Leifar munu standast; þeir sem varðveita boð Guðs og hafa trú Jesú

Bíblían lýsir þeim sem munu ekki gefa eftir varðandi hinn falska hvíldardag:

Opb 14:12  Hér reynir á þolgæði hinna heilögu, þeirra er varðveita boð Guðs og hafa trú Jesú.

Við skulum því tileinka okkur trú Jesú og fylgja boðorðum Guðs. 
Það er skýrt í ritningunni að rétt fyrir endurkomu Jesú mun eiga sér stað mikil andleg barátta.  Þeir sem vilja ekki taka við merki dýrsin verða ofsóttir á ýmsa vegu.  Þeir munu ekki geta keypt eða selt, og að lokum mun dauðadómur verða kveðinn upp yfir þeim. (Opb. 13.15-16 ).  Allur heimurinn mun fylgja dýrinu (páfadómi), en hinir trúu fylgjendur Guðs munu ekki láta undan.  Biblían segir að þeir hafi ekki saurgast með konum (kirkjum, 2.Kor.11.2 ) því þeir eru sem meyjar.  M.ö.o. þá hafa þeir ekki tekið við saurlifnaðarvíni Babýlonar, heldur opinberað eðli Guðs í lífi sínu og boða með hárri raustu boðskap englanna þriggja.  Þeir leyfa ekki sjálfinu að ráða heldur leiðir Andinn þá á Guðs vegum.  Ritað er um þá:

Opb. 14.4-5 Þetta eru þeir, sem ekki hafa saurgast með konum, því að þeir eru sem meyjar. Þeir fylgja lambinu hvert sem það fer. Þeir voru leystir út úr hóp mannanna, frumgróði handa Guði og handa lambinu.  Og í munni þeirra var enga lygi að finna, þeir eru lýtalausir.

Þeir hafa helgað líf sitt Guði og hafa meðtekið Heilagan Anda til að geta lifað réttlátir frammi fyrir Guði og mönnum. 
Sagt er um þá að þeir séu flekklausir.  Sama var sagt um lömbin sem slátrað var á tímum Gamla testamentisins.  Þau bentu fram til Krists sem einnig var flekklaus.  Með hjálp Heilags Anda getum við einnig hætt að syndga og opinberað eðli Krists í okkar lífi.  Enginn falli í þá gryfju að halda að við getum gert þetta í eigin mætti heldur er það kraftur Guðs sem verkar í okkur til að starfa eftir Guðs vilja. (1.Pét. 1.14-16, og Fil. 2.12-13).  Þess vegna skorar bíblían á þig;  Ef þér finnst þú ekki verðugur, eða óttast framtíðina, þá veistu að Heilagur Andi biður þig að koma og leggja syndabyrðina við fætur Jesú.  Leggðu allar syndir þínar við fætur Jesú til að Hann geti friðþægt fyrir þær og komið á sáttum milli þín og þeirra sem sem þú hefur gert á hlut.  Þá verður Hans réttlæti, þitt.  Á sama tíma verðum við að biðja um kraft Heilags Anda til að ganga stöðuglega með Kristi og lifa réttlátlega á öllum sviðum.  Fyrir náð Guðs verðum við þá  tilbúin þegar Kristur kemur til að taka okkur til sín. 

Líkneski dýrsins    

Þar sem páfadómur hefur öll auðkenni dýrsins í biblíunni, þá hlýtur líkneski dýrsins að vera eftirmynd af því kerfi. 
Líkneski dýrsins táknar fráfallna mótmælendakirkju sem mun leita stuðnings hjá ríkinu til að knýja fram tilbeiðsluaðferðir sínar og stefnur.  Í Evrópu hafa mörg lönd ríkiskirkju.  Kirkjan og ríkið vinna saman.  Kirkjan þiggur aðstoð frá ríkinu til að framfylgja hlutverki sínu.  Þetta er eins og kaþólska kerfið.  Við höfum skýr dæmi um það hvernig kaþólska kirkjan á miðöldum notaði vald sitt til að þvinga og pynta fólk með aðrar trúarskoðanir.  Biblían segir okkur að á síðustu tímum muni sama misbeiting  valds endurtaka sig.  (Opb. 13. 11-18).  Þar sem Bandaríki Norður Ameríku hafa ekki ríkiskirkju í stjórnarskrá sinni myndi maður ekki ætla að líkneski dýrsins myndi birtast þar, en Biblían segir okkur að það er nákvæmlega það sem mun gerast.  Ríkið mun verða notað til að knýja fram trúarleg lög, sérstaklega lög um sunnudagshelgihald. 
En eru Bandaríkin ekki land trúfrelsis?  Það er rétt. Í biblíunni eru Bandaríkin táknuð sem lamb með tvö horn, en það mun, er fram líða stundir, tala eins og dreki.  Í upphafi voru Bandaríkin land trúfrelsis.  Lambshornin tákna æsku og sakleysi, auðkenni sem einnkenndu landið þegar það var að byggjast upp, á 18. öld.  Mótmælendatrú (trúfrelsi) og lýðræði voru grunnstólpar samfélagsins.  Til að allir gætu tilbeðið Guð eftir eigin sannfæringu var trúfrelsi tryggt.  Ritningin segir okkur hins vegar að þetta muni breytast og að ríkið muni að lokum tala eins og dreki.  Ríki talar í gegnum löggjafarvaldið. 
Margir hafa tekið eftir því að bandaríska þingið er þegar byrjað að setja lög varðandi trú t.d. lög nr. HR 2431.  Þessi löggjöf veitir nýskipaðri stofnun vald til að fylgjast með trúarhópum um allan heim.  Þeir sem beita trúarlegu áreiti  (ofsóknum) mun verða refsað.  Þessi stofnun mun ákveða hvað trúarlegt áreiti er.  Verður t.d. litið á þennan bækling sem trúarlegt áreiti (ofsóknir) gagnvart kaþólsku kirkjunni eða Bandaríkjunum? 

Í stjórnarskrá Bandaríkjanna er að finna lagagrein þess efnis að ekki verði samþykkt nein lög varðandi trú.  Þar segir:  „Þingið skal ekki setja lög varðandi trú, né hefta trúfrelsi.’’  Yfirvöld geta aðeins sett á slíkar kvaðir með því að hunsa algjörlega núgildandi lög um trúfrelsi.  Þetta ferli er þegar hafið og það er aðeins byrjunin.  Biblían segir að seinna dýrið, hið tvíhyrnda (USA), muni fara með allt vald fyrra dýrsins (páfadóms).  Þeir munu gera líkneski af dýrinu.  Þeir eru að því nú þegar. 

Bandaríkin munu vera í fararbroddi varðandi lögleiðingu sunnudagsins                 

Það mun koma mörgum á óvart að sjá Bandaríkin vera í fararbroddi við að lögleiða sunnudagshelgihald.  Aðrar þjóðir munu síðan feta í fótspor þeirra.  Þeir sem munu standa gegn þessum tveimur risum (fráföllnum mótmælendum og páfadómi), og neita að taka við merki dýrsins, munu verða úthrópaðir sem uppreisnarseggir og friðarspillar sem eru ábyrgir fyrir náttúruhamförum og hörmungum.  Ritningin segir að í lokin verði kveðinn upp dauðadómur yfir þeim. (Opb.13.11-16).  Á þeim tímapunkti mun Kristur rísa upp og sækja sitt fólk. (Dan.12.1-2), sjá einnig, Deilan mikla, kafli,25, 35. 

Hræðileg refsing               

Biblían segir okkur að þeir sem taka við merki dýrsins muni þola hræðilega refsingu.  Þeir munu fá yfir sig hinar sjö plágur sem koma rétt eftir að náðartímanum líkur. (Opb.15.5-8).
 Ritað er:

Opb 16:1-2 Og ég heyrði raust mikla frá musterinu segja við englana sjö: Farið og hellið úr þeim sjö skálum Guðs reiði yfir jörðina. Og hinn fyrsti fór og hellti úr sinni skál á jörðina. Og vond og illkynjuð kaun komu á mennina, sem höfðu merki dýrsins og tilbáðu líkneski þess.

Þær sex plágur sem á eftir fylgja úr reiðiskálum Guðs munu einnig falla yfir þá sem meðtaka merki dýrsins á meðan Guðs fólk sleppur. (Opb. 16.1-2).  Í dag eru allir undirorpnir eyðingarmætti djöfulsins, en þegar plágurnar sjö falla, mun fólki Guðs sem hefur hlotið blessun Hans, verða hlíft, alveg eins og Ísraelsmönnum var hlíft við síðustu sjö plágunum þegar þeir fóru út af Egyptalandi. (2.Mós.8.22).
 Síðasta og versta refsingin sem mun koma yfir hina óguðlegu verður þegar Satan og fylgjendum hans verður eytt í eldi og brenni-steini.  Biblían lýsir því á þennan hátt:

Opb 21:8 En fyrir hugdeiga og vantrúaða og viðurstyggilega og manndrápara og frillulífismenn og töframenn, skurðgoðadýrkendur og alla lygara er staður búinn í díkinu, sem logar af eldi og brennisteini. Það er hinn annar dauði.  

Þeir sem hafa staðið í gegn Guði, verða á þeim tíma, dæmdir eftir gjörðum sínum, og þeir munu brenna í eldi eins og hálmstrá.  Þeim verður gjöreytt. (Opb.20.11-15; Mal.4.1). 
Þetta verður endanleg eyðing hins illa og þeirra sem fylgja hinu illa.  Síðar meir mun Guð skapa nýjan himinn og nýja jörð þar sem réttlæti ríkir.(Opinb.21).  Deilan er á enda.  Maðurinn mun lifa í Paradís, hinum nýja Edensgarði, þar sem syndin er ekki lengur til og þar sem maðurinn mun geta talað við Guð augliti til auglitis.  Maðurinn mun þá bera dýrðarlíkama. (1.Kor. 15.50-54). 
Þetta er tilhlökkunarefni og þeir erfiðleikar sem fólk Guðs mun lenda í hér á jörð verða lítilsverðir miðað við þá dýrð sem bíður hinna heilögu.  Biðjum Heilagan Anda um að leiða okkur til enda.  Tímanna tákn sýna að endirinn nálgast.  

Hinir heilögu fara fyrst til himna

Þegar Jesús kemur aftur munu hinir heilögu rísa upp til himna.  Ritningin lýsir þessu svo: 

1.Þess.4.15-17 Því að það segjum vér yður, og það er orð Drottins, að vér, sem verðum eftir á lífi við komu Drottins, munum alls ekki fyrri verða en hinir sofnuðu.  Því að sjálfur Drottinn mun stíga niður af himni með kalli, með höfuðengils raust og með básúnu Guðs, og þeir, sem dánir eru í trú á Krist, munu fyrst upp rísa.  Síðan munum vér, sem eftir lifum, verða ásamt þeim hrifnir burt í skýjum til fundar við Drottin í loftinu. Og síðan munum vér vera með Drottni alla tíma. (sjá Fil.3.20-21; Jóh.14.1-3).

Hinum frelsuðu verða uppnumdir til að mæta Drottni í loftinu.
Jesús mun ekki koma niður á jörðina heldur verða  hinir heilögu uppnumdir.  Þeir eru á leið til himnaríkis. (Opb.15.2). 
Biblían segir að hinir heilögu munu ríkja á himnum í  1000 ár. (Opb.20.4).  Þetta verður dýrðlegur tími þegar hinir frelsuðu verða með Guði sínum.  En þetta tímabil mun einnig hafa alvarlegri hlið.  Ritningin tjáir okkur að hinir heilögu muni dæma heiminn. (1.Kor.6.2).  Þeir munu sjá að hinir óguðlegu hafa hlotið réttlátan dóm og að Guð er réttlátur. 
Þegar 1000 árunum lýkur munu hinir óguðlegu verða reistir upp úr gröfum sínum til að fá sinn lokadóm.  Þeim verður kastað í eldsdýkið. 
Gaumgæfið kortið hér að neðan og einnig ritningartextana.


endetidslinje

  1. Innsigli Guðs:  Opb. 7.2-4;  Opb. 14.1-5;  2.Mós. 20. 8-11;  Ese.9.4.
  2. Merki dýrsins:  Opb.13;  5.Mós. 6.6-8;  Opb. 15.2; 20.4;  Opb.16.2.
  3. Lok náðartímans:  Opb. 15.8;  Opb.22.11.
  4. Plágurnar sjö:  Opb. kafli15 og 16.
  5. Endurkoman:  Post. 1.9-11;  Opb. 1.7; 14.14;  Mat. 24.27-31;
  6. Fyrri upprisan:  1.Þess. 4.15-18; 1.Kor.15.51-55; Jóh. 5.28-29.
  7. Hinir heilögu ríkja á himnum:  Jóh. 14.1-3; Opb.20.4-6;  15.2-4;  7.9-17.
  8. 1000 árin:  Opb.20.2-7.
  9. Hinir óguðlegu deyja við endurkomuna:  Opb. 6.15-17;  20.5
  10. Satan og englar hans bundnir jörðinni í 1000 ár:  Opb.20.1-3;  Jer.4.23-26.
  11. Nýja jerúsalem kemur niður frá himni:  Sak. 14.3-9;  Opb. 21.2,10.
  12. Satan og englum hans eytt í eldsdíkinu:  Opb.20.7-9;  20.13-15;  21.8;  Mal.4.1-4;  Jes.5.24.
  13. Síðari upprisan:  Jóh 5.28-29;  Opb.20.5.
  14. Nýja jörðin:  Opb.21.1-5;  22.1-5.

Guð er við stjórnvölinn

Jafnvel þó það líti út fyrir að herrar þessa heims hafi yfirhöndina í dag, þá er það Guð sem er við stjórnvölinn.  Hann mun grípa inn í á settum tíma til að frelsa sitt fólk, og flytja það til himna (Jóh. 14.1-3).  Biblían lýsir þessum lokasigri: 

Opb 15:2-3 Og ég leit sem glerhaf eldi blandið, og ég sá þá, sem unnið höfðu sigur á dýrinu og líkneski þess og á tölu nafns þess, standa við glerhafið og halda á hörpum Guðs.  Og þeir syngja söng Móse, Guðs þjóns, og söng lambsins og segja: Mikil og dásamleg eru verkin þín, Drottinn Guð, þú alvaldi, réttlátir og sannir eru vegir þínir, þú konungur aldanna.

Opinberunarbókin 17.14 lýsir einnig þessum sigri:
Þessir munu heyja stríð við lambið. Og lambið og þeir, sem með því eru, hinir kölluðu og útvöldu og trúu, munu sigra þá, því að lambið er Drottinn drottna og konungur konunga.
Það verður Kristur og Hans fólk sem mun sigra í baráttunni sem framundan er.  Hinir heilögu munu hafa trú Jesú.  Fyrir hjálp Heilags Anda og fyrir kærleika Guðs munu þeir með gleði  halda boðorð Hans, en ekki vegna þvingana.  Ritað er:

1Jóh 5:2-3 Að vér elskum Guðs börn þekkjum vér af því, að vér elskum Guð og breytum eftir boðorðum hans.  Því að í þessu birtist elskan til Guðs, að vér höldum hans boðorð. Og boðorð hans eru ekki þung.

Hver mun slást í hópinn?

Englarnir þrír sem flytja hinn síðasta þrefalda boðskap, tákna því fólk sem hefur helgað líf sitt Guði.  Það munu flytja boðskap englanna þriggja með hárri röddu.  Það verður kraftmikil og skýr rödd því að Heilagur Andi mun leiða það.  Villt þú ekki einnig taka þátt í að flytja þennan boðskap?  Núna er tíminn til að taka þessa ákvörðun. 
Ef þér finnst þú vera undirokaður af Satan og valdaöflum heimsins leitaðu þá til Guðs í bæn um styrk til að verða frjáls.  Biblían segir okkur: 

Jes 58:6 Nei, sú fasta, sem mér líkar, er að leysa fjötra rangsleitninnar, láta rakna bönd oksins, gefa frjálsa hina hrjáðu og sundurbrjóta sérhvert ok.

Við ættum að biðja fyrir því að losna undan syndabyrði þessa heims, sem er í andstöðu við orð Guðs og meginreglur Hans.  Stöðugt eru lagðar á okkur nýjar byrðar til að hindra okkur í að verða frjáls í Drottni.  Við getum aðeins öðlast algjört frelsi þegar við förum að starfa með hinum himnesku öflum í þá átt að losna við byrði syndarinnar.  Við erum enn og aftur minnt á þessi hug-hreystandi orð ritningarinnar:

2. Kor 3:17 Ef sonurinn gjörir yður frjálsa, munuð þér sannarlega verða frjálsir. Jóh. 8:36  Drottinn er andinn, og þar sem andi Drottins er, þar er frelsi.

Við lifum á síðustu tímum þar sem náðartímanum fer senn að ljúka.  Guðs úvöldu ættu því að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að vara fólk við gildrum Satans og opna augu þeirra fyrir frelsunaráforminu.  Söfnuður hinna síðustu tíma er kallaður Laódíkea. (Opb. 3.14-22).  Honum er lýst sem hálfvolgum og frekar óspennandi söfnuði.  Meirihluti þeirra sem trúa á boðskap englanna þriggja er hálfvolgur og sýnir engan áhuga á að boða öðrum sannleikann.  Þeir eru hvorki heitir né kaldir.  Á sama tíma og þeir eru hlutlausir, stæra þeir sig af ríkidæmi sínu.  Þeir vilja ekki gefa upp sjálfselsku sína.  Þeir telja sig ríka andlega en þeir vita ekki að þeir eru fátækir, blindir og naktir.  Þeir sjá ekki sitt raunveru-lega ástand.  En við skulum þakka Drottni.  Hann býður okkur leið út úr þessu vonlausa ástandi.  Hann hvetur okkur á innilegan hátt til að taka við augnsmyrslunum og taka sinnaskiptum. (Opb.3.18).  Þessi augnsmyrsl eru orð Guðs sem talar til samvisku okkar í gegnum Heilagan Anda.  Er við meðtökum þessi augnsmyrsl munum við geta greint rétt frá röngu, staðist árásir Satans,sannfærst um synd, skilið sannleikann og fylgt honum.  Þegar þessi umbreyting hefur átt sér stað mun Guð nota okkur til að vera öflugir boðberar Hans í lokaátökunum. 
Við vonum að þú munir helga líf þitt þjónustu við Guð og taka þátt í að boða boðskap englanna þriggja bæði í orði og verki.  Þetta er síðasti aðvörunin til fallins mannkyns en um leið er þetta náðarboðskapur.  Þetta er mikilfengleg ábyrgð sem er lögð á okkur.  Við þurfum að skilja að við nálgumst endi þessa heims.  Þegar náðartímanum líkur og Jesús kemur aftur mun enginn frestur lengur verða gefinn.  Það er núna sem við verðum að gefa Heilögum Anda sem talar til hjartna okkar jákvætt svar. 

Við biðjum fyrir því að sem flestir muni svara kallinu og álíta það forréttindi að taka þátt í að flytja boðskap englanna þriggja.  Uppskeran er tilbúin, en verkamennirnir eru fáir.  En Guð mun nota þá sem eru tilbúnir að helga Honum líf sitt. 

Mættum við vera í þeim hópi.

Kær kveðja Bente og Abel Struksnes,
Vestrumsbygda 26, 2879 Odnes, Norge.


[Back to the Main Page!]


This page belongs to Abel Struksnes. For more information contact Christian Information Service, Bente & Abel Struksnes, Vestrumsbygda 26, 2879 Odnes, Norway or send me an e-mail at abels@online.no